Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 110
302
hafa þeir hugsað sér að grafa skurð úr Akabaflóanum,
gegnum Wadi el Arab upp í Jórdan-dældina og veita svo
vatni úr Rauðahafi þangað inn; því, eins og kunnugt er,
liggur Dauðahafið 1200 fetum neðar en sævarflötur. For-
ingi einn, Colville að nafni, var gerður út til þess að skoða
þetta; segir hann verkið mjög örðugt og kostnaðarsamt og
varla tilvinnandi.
Flestir munu minnast þess, að í haust eð var sáust
nóttina milli 27. og 28. nóvember óvenjulega mörg stjörnu-
hröp; festingin var alla nóttina ljómandi af ljósrákum. í
þessu tímariti hefir áður verið greinarkorn um halastjörn-
ur og stjörnuhröp. Stjörnuhröpin eru eigi annað en smá-
agnir, er dragast að jörðunni úr geimnum; þegar þær falla
niður á jörðina, hitna þær af núningnum í gufuhvolfinu
og draga á eptir sér langa ljósrák. Menn hafa tekið eptir
því, að stjörnuhröp standa í nánu sambandi við halastjörn-
ur, og að mörg stjörnuhröp eru agnir úr eyddum halastjörn-
um, er verða fyrir aðdrætti jarðarinnar. Biela’s hala-
stjarna hvarf 1866, og átti eptir reikningum stjörnufræð-
inga að koma mjög nálægt jörðu nóttina milli 27. og 28.
nóvember 1872; halastjarnan sást þá eigi, en í stað þess
féll einmitt þá nótt mesti sægur af stjörnuhröpum niður á
jörðina. Biela’s halastjarna átti aptur að koma mjög ná-
lægt jörðu 27. nóv. 1885, enda kom fram spá stjörnufræð-
inganna; eldregnið um nóttina 27. nóvember í vetur hefir
átt rót sína að rekja til hennar. þessa nótt töldu menn
í Uppsölum í Svíaríki frá því kl. 6 um kvöldið til kl. 1 um
nóttina 41 þúsund stjörnuhröp. Ljósmagn stjörnuhrapanna
var mjög mismunandi; sum voru ofursmá, sum eins og
stærstu stjörnur; stórt stjörnuleiptur sást í Stokkhólmi og
Uppsölum undir eins; það fór mjög hægt og sást lengi (6
mínútur), og gátu menn mælt, hversu hátt í lopthvolfinu það
kom fyrst fram; það var rúmar 15 mílur fyrir ofan yfirborð
jarðar. Menn tóku eptir því 1872, og eins nú, að mjög opt
voru mörg stjörnuhröp samferða og hvert nálægt öðru.