Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 110

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 110
302 hafa þeir hugsað sér að grafa skurð úr Akabaflóanum, gegnum Wadi el Arab upp í Jórdan-dældina og veita svo vatni úr Rauðahafi þangað inn; því, eins og kunnugt er, liggur Dauðahafið 1200 fetum neðar en sævarflötur. For- ingi einn, Colville að nafni, var gerður út til þess að skoða þetta; segir hann verkið mjög örðugt og kostnaðarsamt og varla tilvinnandi. Flestir munu minnast þess, að í haust eð var sáust nóttina milli 27. og 28. nóvember óvenjulega mörg stjörnu- hröp; festingin var alla nóttina ljómandi af ljósrákum. í þessu tímariti hefir áður verið greinarkorn um halastjörn- ur og stjörnuhröp. Stjörnuhröpin eru eigi annað en smá- agnir, er dragast að jörðunni úr geimnum; þegar þær falla niður á jörðina, hitna þær af núningnum í gufuhvolfinu og draga á eptir sér langa ljósrák. Menn hafa tekið eptir því, að stjörnuhröp standa í nánu sambandi við halastjörn- ur, og að mörg stjörnuhröp eru agnir úr eyddum halastjörn- um, er verða fyrir aðdrætti jarðarinnar. Biela’s hala- stjarna hvarf 1866, og átti eptir reikningum stjörnufræð- inga að koma mjög nálægt jörðu nóttina milli 27. og 28. nóvember 1872; halastjarnan sást þá eigi, en í stað þess féll einmitt þá nótt mesti sægur af stjörnuhröpum niður á jörðina. Biela’s halastjarna átti aptur að koma mjög ná- lægt jörðu 27. nóv. 1885, enda kom fram spá stjörnufræð- inganna; eldregnið um nóttina 27. nóvember í vetur hefir átt rót sína að rekja til hennar. þessa nótt töldu menn í Uppsölum í Svíaríki frá því kl. 6 um kvöldið til kl. 1 um nóttina 41 þúsund stjörnuhröp. Ljósmagn stjörnuhrapanna var mjög mismunandi; sum voru ofursmá, sum eins og stærstu stjörnur; stórt stjörnuleiptur sást í Stokkhólmi og Uppsölum undir eins; það fór mjög hægt og sást lengi (6 mínútur), og gátu menn mælt, hversu hátt í lopthvolfinu það kom fyrst fram; það var rúmar 15 mílur fyrir ofan yfirborð jarðar. Menn tóku eptir því 1872, og eins nú, að mjög opt voru mörg stjörnuhröp samferða og hvert nálægt öðru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.