Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Síða 94
Smágreinir
um nýjar uppgötvanir, rannsóknir o. fl.
Eptir
Þorvald Thoroddsen.
Landndm og rannsóknir i Asíu. Upplönd Asíuhafa til
skamms tíma verið lítt kunn; þar búavíðast hvar herskáar
hjarðmannaþjóðir, sem hafa bannað alla umferð aðkomu-
manna um lönd sín; trúarofsi og rángirni íbúanna hefir
hindrað þá fáu fræðimenn, sem þar hafa farið um, frá því
að gjöra þar nokkrar rannsóknir til muna. A seinni árum
hafa Rússar allt af verið að leggja undir sig fleiri og fleiri
lönd í Asíu, og fjöldi af rússneskum ferðamönnum hefir
jafnframt gert sér allt far um að kanna löndin, bæði þau,
sem Rússar eiga, og önnur, sem þeim eru enn þá óháð. Að
sunnan eru Englendingar einnig að færa út takmörk sín,
og hafa þeir og gjört mjög mikið til að auðga vísindin;
stjórnin á Indlandi hefir komið á reglulegum landfræðis-
og jarðfræðisrannsóknum, og leggur til þess mikið fé.
Hinn langfrægasti ferðamaður Rússa, sem nú er uppi,
heitir Prschewalski', hann hefir farið margar langferðir um
Há-Asíu á árunum 1872—73, 1876, 1879—80 og hina síð-
ustu 1883—86,'og hafa allar heppnast mæta vel; hann erný-
lega kominn heim úr síðustu ferð sinni og munum vér segja
hið helzta af henni.
í ágústmánuði 1883 fór Prschewalski frá Pétursborg