Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 105
297
gullgröpturinn þó alveg hættulaus, því Mandsjúrar búa fyrir
sunnan og eru bæði herskáir og rángjarnir.
Nú á seinni árum eru menn farnir að þekkja Kína
betur en nokkurn tíma áður, einkum síðan Bichthofen bar-
ón fór að gefa út rit sitt »China«; er rit þetta talið eitt
bið stórkostlegasta landfræðirit, sem út hefir komið á þess-
ari öld. Kichthofen er nú háskólakennari i Leipzig, og er
hann talinn einn hinn fremsti af jarðfræðingum og land-
fræðingum þeim, sem nú eru uppi; hann fór um allt kín-
verska ríkið þvert og endilangt á árunum 1860 og 1868-72,
og gerði þar óteljandi uppgötvanir, sem stórum hafa auðg-
að vísindin. Kichthofen fann fyrstur manna stórkostleg
steinkolalög í Kína; sást það nú, að Kína er eitt hið auð-
ugasta land af steinkolum, sem til er. Kannsóknir hans
á jarðmyndunum upp með Hóanghó hafa haft mikla þýð-
ingu fyrir jarðfræðina í heild sinni. Hið stóra rit Richt-
hofens um Kína hefir nú verið að koma út nokkur ár og
fylgja því ágætir landsuppdrættir; í riti þessu er ótrúlega
mikill fróðleikur saman kominn á einn stað.
Einn af hinum frægustu ferðamönnum Rússa heitir
G. Potanin; hann hefir helzt rannsakað Mongólalönd; hann
fór þar langferðir 1876 og 1879—80; nú er hann á þriðju
ferðinni um sömu slóðir. Potanin fór frá Peking í apríl
1884, og hafði með sér konu sína og náttúrufræðing einn,
Beresowski að nafni; hélt hann svo austur með Hoanghó
og mældi löndin við nyrztu bugðuna á þessu fljóti; fór
hann ókunna leið suðvestur um landið Ordos til Jedshen-
choro; þar er sagt, að Tsingis-chan sé grafinn; síðan skoð-
uðu þeir um veturinn 1884—85 löndin þar vestur af, sem
eru mjög lítið kunn, allt vestur undir Kuku-nor; hélt
Potanín því næst suður í fjalllöndin milli Hoanghó og
Yangtzekiang og gerði þar margar mælingar og rannsóknir;
dvaldi Potanin seinni hluta sumars 1885 í bænum Sunpan,
sem er hér um bil á 33° n. br. J?ó hálent sé, þá eru þar
þó frjóvsöm lönd og allmikil verzlun. Eptir seinustu
bréfum Potaníns 21. okt. 1885, þá var hann aptur á íeið
norður að Kuku-nor, og ætlaði síðan norður yfir Nan-