Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 112
304
var loptið innan í klukkunni orðið táhreint. Rafmagnið
hafði stímu verkun á hvaða reyk sem var. Lodge gerði
síðan tilraunir þessar í stærra stíl í blýbræðslu-smiðju í Bag-
hillt í Norður-Wales. þar var reykurinn frá mörgum stór-
um reykháfum látinn ganga gegn um stóreflis-ker, á þeim
voru gluggar til athugunar og var mörgum málmbroddum
stungið inn í kerin og þeir aptur sameinaðir við sterka
rafmagnsvél. |>éttur blýreykur var leiddur inn í kerin og
hleypt að rafmagni; þá fór alveg eins og fyr í glerklukk-
unni, blýagnirnar sameinuðust á svipstundu og settust á
kerveggina. Aður hafði þurft marga daga til þess að láta
blýgufurnar setjast; nú varð það á örstuttri stund. I verk-
smiðju þessari hafði áður þurft fjarska mikinn viðbúnað til
þess að þétta blýreykinn, langar pípur, strompa og smá-
herbergi; þessar þéttipípur voru alls 10 þúsund fet á
lengd; nú er búið að koma því svo fyrir, með litlum kostn-
aði, að mest af þessum viðbiinaði er óþarft. Blýgufurnar
eru þéttaðar með rafmagnsvél, er snýst með gufuafli. Menn
eru líka farnir að nota sömu aðferð til að þétta sink-oxyd í
sink-hvítu-verksmiðjum og við arsenik-hreinsun. Með þessu
má á málmbræðslustöðum safna mörgum dýrmætum efnum,
sem annars færu burt með reyknum og yrðu ónýt. Að öll-
um líkindum geta menn og notað þetta til þess að hreinsa
loptið og nema burt úr því skaðleg efni. Lodge hefir þeg-
ar gert tilraun til að hreinsa lopt í stórum herbergjum. I
stórum sal lét hann brenna terpentínu, uns stofan var svo
full af reykjarsvælu, að varla sá í gegn, en með rafmagns-
vélum hreinsaði hann loptið, svo að eptir 5 mínútur var
reykurinn horfinn, en sótið lá á gólfinu og veggj-
unum.
Vísindamaður einn í París, Deprez að nafni, hefir í
haust eð var eptir tilstilli Bothschilds gertmargar tilraunir
með að flytja vinnuafl með rafmagnsstraumi. Af þessum
tilraunum er auðséð, að flytja má vinnuafl á þenna hátt
langar leiðir. Straumarnir voru sendir um mjóan kopar-