Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 100
maður; komst hann svo með mestu þrautum suður um
austasta hlutann á Thibet, varð að gjörast þjónn hjá kín-
verskum Tartara, flæktist með honum inn í Kína og hitti
frakkneska kristniboða í bænum Tatsienlu (á 30° n. br. og
102° a. 1. frá Greenwich); þá voru þrautir hans á enda,
því kristniboðarnir tóku honum feginshendi og fengu hon-
um nóg fé til heimferðar. Hafði Indverjinn allt af getað
haldið töluverðu af verkfærum sínum og gat því alstaðar
gert mælingar.
Fjöldamargir Englendingar hafa nú á seinni árum
reynt til að klifra. upp á fjallatindana í Himalaya; og þó
allflestir þessara manna hafi ekki verið vísindamenn, þá
hafa þeir þó auðgað þekkingu manna töluvért. Lang-
fremstur þessara klifrara er W. W. Graham; hann hefir
komizt upp á marga tinda, sem mönnum þóttu ókleyfir,
og loks upp á fjallið Kabru, sem er 24000 fet á hæð;
hefir enginn maður fyrr komizt upp á svo hátt fjall.
Fyrrum var ensku stjórninni á Indlandi lítið um, að ferða-
menn frá Európu reyndu að rannsaka hin frjálsu fjalla-
lönd norðvestan til í Himalaya, af þvi hinar herskáu þjóð-
ir þar urðu opt reiðar og hótuðu ófriði og ránum, ef lönd
þeirra væru eigi látin í friði; en slðan Kússar fóru að
komast svo langt suður á við, hafa skoðanir stjórnarinnar
breytzt, og nú sér hún, að það er alveg nauðsynlegt, að
þekkja þessi takmarkalönd sem bezt; hefir Indlands-stjórn-
in nýlega gert út mikinn flokk vísindamanna undir for-
ustu Lockharts herforingja til þess að rannsaka fjallalönd-
in Dardistan og Kafiristan; þessi lönd eru í horninu, þar
sem meginfjallgarðar Asíu, Hindukusch, Himalaya og Kara-
korum, koma saman, en hið stórkostlega fjalllendi Pamir
liggur rétt fyrir norðar. Enginn Európumaður hafði kom-
ið til Kafiristan fyr en Englendingurinn Wood kom þar
1840, og enn er landið mjög lítið þekkt. Ibúarnir lifa á
kvikfjárrækt og eru heiðingjar; það eru laglegir menn,
ljóshærðir og bláeygðir; þeir tala mál, sem er náskylt san-
skrít, og eru mjög vel greindir, menn telja að þar séu
leifar af frumstofni arisku eða indógermönsku þjóðanna;