Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 24
216
vanalega, en sumir fógetar og umboðsmenn tóku 3 og
4 af hinum sama manni, er þeim svo leizt; en slíkt var
eigi venja. Mannslánin vóru í því innifalin, að leigu-
liðar vóru skyldir að láta mann, einn eða fleiri, róa á
vegum landsdrottins, annaðhvort að eins um vetrarver-
tíð, eða þá allar vertíðir. Kvöð þessi lá ekki að eins
á konungsjörðum, heldur og á mjög mörgum öðrum
jörðum, svo sem stóls- og kirkjujörðum.
2. Dagslættir; sú kvöð var og mjög almenn, en
umboðsmenn og fógetar notuðu hana í Mosfellssveit
og á Kjalarnesi til að láta slá i Viðey, því að þar var
stjórnarbú. Sést hér ljóst, hvernig kvaðirnar smá-
þyngdust. Áðr en Jóhann Klein varð umboðsmaðr,
eða fyrir 1660, var dagsláttumönnum gefinn þrisvar matr
á dag; en frá 1660 til 1683 fengu þeir að eins tvímælt
af spónamat; en eptir að fógeti Heidemann kom hingað
1683, varð bóndi sá, er lét dagsláttumennina, algjört
að fæða þá.
3. Vóru hríshestar, stundum 2, stundum 1, og
stundum enginn af búanda. þ>essi kvöð mun hafa verið
sérstök fyrir konungsjarðir þær, er Bessastaðamenn
höfðu til umráða, og var hrísið sótt suðr í almenning
í Hraunum og flutt heim til Bessastaða, og er líklegt,
að það hafi verið haft þar til eldiviðar.
4. Deigulmóshestar, stundum 1, og stundum 2,
en þó að eins goldnir, er deigulmós þurfti á Bessa-
stöðum.
5. Skipaferðir; þessar ferðir vóru farnar frá Bessa-
stöðum og suðr á Miðnes eða til Keflavíkr, og án
efa til þess að sækja fisk þann, er konungsskipin höfðu
aflað þar syðra, en þeim var haldið úti suðr á Stafn-
nesi. Bændr urðu að leggja til menn í ferðir þess-
ar, eina eða tvær á ári, stundum 1 eða þá 2 af bæ í
hverja ferð.
Áðr en Jóhann Klein varð umboðsmaðr, hafði