Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 96
288
suður að vatninu Kuku-nor; það er 36 mílur að ummáli og
mjög fagurt vatn; það var nú allt þakið ísi. þar er veiði
mikil í vatninu; en fuglar eru þar fáir; þeim þykir hér óvist-
legt og fljúga norður yfir fjöll til Síberíu. Yið Kuku-nor
búa Mongólar, en Tangútar og ræningjar frá Thibet herja
á þá sí og æ og eru nærri búnir að eyða allri byggð. Fyrir
vestan Kuku-nor er fjalladæld mikil, er heitir Zaidam; hafa
þar áður verið mikil vötn, sem nú eru þornuð upp að
mestu. í maí 1884 skipti Prschewalski liði sínu og skildi
7 menn eptir í Zaidarn, til þess að gæta farangursins, en
fór sjálfur við 14. mann suður yfir fjallgarðinn Burchan-
Budda, sem liggur þar fyrir sunnan; ætlaði hann að finna
upptök árinnar gulu (Hóanghó), því þar hafa engir komið,
svo í letur sé fært, hvorki Kínverjar né Európumenn, svo
löndin þar 1 kring voru með öllu ókunn. Eerð þessi var
mjög örðug, því skörðin á fjallgarðinum liggja 15700 fet
yfir sæ; voru þeir 3 daga að komast upp fjöllin að norð-
anverðu, en að sunnan var miklu hægra viðfangs; þar er
skammt niður af fjöllunum, því Thibet-hásléttan hallast
þar upp að hlíðinni og liggur mjög hátt. Thibet er mesta
hálendi á jörðunni, takmarkast að sunnan af Himalaya-
fjöllum, að vestan af Pamir og að austan af fjöllum og
hásléttum upp af Kina; víðast hvar er háslétta þessi 14—
15000 fet yfir sæ. Prschewalski tókst að finna upptök
árinnar gulu; hún kemur upp í mýrlendum dal og fellur síð-
an gegnum tvö allmikil stöðuvötn. Loptslagið í Norður-
Thibet er hart og illt; þeir Prschewalski urðu að berjast
við sífelldar kafaldshríðar; stundum varð frostið 23° á nótt-
unni, og þó var þetta seinast í maímánuði; í júní og júh'
voru sífelldar rigningar á daginn, en optast frost á nóttunni.
Begnskýin frá Indlandshafi berast þangað norður og kólna,
og er úrkoman svo mikil, að alstaðar myndast sökkvandi
fen og mýrar á sumrin. Kringum uppspretturnar á Hóang-
hó eru óbyggðir; hjarðmenn koma þangað ekki einu sinni;
þar er þó dýralíf töluvert, antilópur, villinaut, fjallafé og
birnir. Ain bláa, Yangtzekiang, sprettur upp nokkru sunnar
og vestar en Hóanghó; eru háir fjallahryggir á milli (14500