Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 111
303
Stjörnufræðingar fundu bæði 1872 og 1885, að stjörnuhröp-
in flestöll komu fram á himninum í stjörnumerkinu Andró-
msda nálægt stjörnunni y (gamma), og af því sést, að
þessi meteóra-hópur fer sömu brautina og Biela’s halastjarn-
an. Næsta sinn á þessi halastjarna að koma nálægt jörð-
unni 1898. þegar þessi smáu hnattbrott koma inn í gufu-
hvolfið, hitna þau mjög; fáein falla í talsvert stórum molum
niður á jörðina; það eru meteór-steinar; en flest verða að
dusti áður en þau falla niður. þetta meteór-dust verða
menn þó opt varir við af málmefnum þeim (járni og nikkel),
sem í því eru. Daginn eptir stjömuhröpin í haust fundu
menn í Genf í regnvatni óvanalega mikið af þess konar
járn- og nikkeldusti. Smáagnir í loptinu eru aðalorsök til
kvöld- og morgunroða; því þegar geislarnir falla skáhalt
gegnum þykkt Ioptiag, brotna þeir á þessum óteljandi ögn-
um og framleiða fagra Hti. Menn tóku eptir því víða í
Európu næstu dagana á eptir, að litirnir á himninum voru
óvanalega fagrir, og settu það í samband við óvanalega
mikið dust í loptinu, er stafaði af stjörnuhröpunum.
Prófessor Lodge í Liverpool hefir nýlega gert merki-
legar tilraunir; sést af þeim sem mörgu öðru, hvernig vís-
indalegar rannsóknir opt geta fengið stórkostlega praktiska
þýðingu þegar minnst varir. Eins og kunnugt er, safnast
rafmagn mjög yzt í broddinn á oddhvössum hlutum, sem
festir eru við rafmagnsvél, og streymir smátt og smátt út
þaðan, þó ei sé »Ieiðandi« samband úr vélinni til annara
hluta. Lodge kveykti á magnesíu-þræði undir glerkúpu;
við það fvlltist kúpan af magnesíu-reyk; undir vanalegum
kringumstæðum er reykur þessi mjög lengi að setjast; lopt-
ið verður ekki hreint fyr en eptir langan tíma. Lodge
stakk nú málmoddi inn í klukkuna og festi hann við góða
rafmagnsvél. Undir eins og farið var að snúa vélinni, fór
að koma hreyfing á reykinn; hann þyrlaðizt saman kringum
málmoddinn; reykagnirnar sameinuðust, mynduðu kekki og
slettur, og féllu niður eins og skæðadrífa, og að vörmu spori