Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 48
240
reiknud med dýrleika heimajardariwar Kelldna*, og
bygdist med XL ál. landskuld edur XXX ál., sem á-
búendur gulldu til heimabóndans, og med einu kú-
gillde. J>ar kuwa ad fodrast** þriár kýr og eckert
meira. Meinast aptur byggiast kune, ef nockur villde
bjódast til ábýlis, en einkanlega er þar landþraung
ad meine.
*
* *
Jörð'in Keldur er nú ásamt hjáleigunni Keldna-
koti, sem hefur verið óbyggð í nær 30 ár, 15,6 hdr.
að dýrleika. Ábúandinn á Keldum ásamt Keldnakoti,
sem er eigandi beggja jarðanna, heitir Guðni Guðna-
son. Heimilismenn eru 8. Á jörð þessari, sem er
bændaeign, er peningr: 3 kýr, 1 kvíga veturgömul, 1
boli vetrgamall, 1 kálfr, 50 ær, 4 geldar, 16 sauðir
fullorðnir, 10 sauðir vetrgamlir, 20 lömb, 3 hestar
tamdir, 2 hryssur tamdar, 2 folar ótamdir, 1 hryssa
ótamin; kúgildi 3; allt eptirgjald 80 kr. í peningum.
Jörðinni fylgir laxveiði í Grafarvogi; hún er landþröng
og verður fyrir ágangi.
Gufunes. Kirkiustadur. Annexia med Mosfelle.
Jardardýrleike er
Eigandiw Kóngl. Majtt.
Ábúandm Sigurdur Högnason lögriettumadur til
forna.
Landskulld LXL ál.
Betalast med fiske optast nær, ádur heim til
Bessastada, en nú sídan forpachtníngin hófst í kaup-
stad; stundum og þó allskialdan hefur frítt í landskulld
tekid verid med þeim taxta sem á ödrum þessarar
sveitar jördum.
Vid til húsabótar leggia ábúendur uppbótarlaust
af landsdrottne í næstu 88 ár.
*) þannig í lidr.
**) þannig í hdr.