Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 90
282
við ýmsa höfðingja, svo sem Arna lögmann OcTdsson. Sonr
Torfa var hinn alkunni Islendingr sagnaritarinn |>ormóðr á
Stangarlandi í Noregi.
2) Kristófer Heidemann, assessor í eomercie-collegio
(verzlunarráðinu) í Kaupmannahöfn, var sonr Jóhanns
Heidemanns, fógeta á Færeyjum. Heidemann varð hér fó-
geti 1683, og átti hann að kalla inn alla skatta og skyldur
konungs af landinu og standa reikning af. Hann skyldi
og hafa umboð stiptamtmanns Gyldenlöve á hendi, og stóð
það um 5 ár, því að 1688 var Kristján Miiller settr hér
amtmaðr og tók hann einnig við umboði stiptamtmanns.
1685 fór Heidemann utan og flutti þá að sögn með sér
peninga í 4 kistlum. 1686 fékk hann ieyfi konungs til að
halda úti þilskipi til fiskiveiða hér við land um 3 ár og
taka á það lausamenn. 1689 setti konungr hann saksókn-
ara í málum Jóns byskups Vigfússonar (bysk. á Hólum
1684 til 1690), og sótti hann þau mál með kappi miklu og
frekju. 1691 tók Heidemann á leigu tekjur allar af laud-
inu, aðrar en verzlunargjöld, borgun fyrir strönduð skip, fé
það, er eigi vóru erfingjar að, og búslóð þá, er dæmd var
upptæk, og átti hann árlega að gjalda í leigu 5730 rd., en
það er yfir 100 þúsund krónur eptir peningagildi á þessum
tímum. Sama árið lét Heidemann setja lögréttuna undir
þak, en þangað til höfðu dómarnir jafnan verið háðir á
alþingi undir berum himni. 1693 fór hann héðan alfarinn
og varð þá amtmaðr í Noregi. Heidemann var maðr skarp-
vitr, enda þótti hann í mörgu skörungr, en fégjarn var
hann mjög og harðdrægr, og bera kvaðir Mosfellinga nokk-
urn vott um það.
3) Jóhann Klein var fyrst undirkaupmaðr á Stapa og
síðan umboðsmaðr Hinriks Bielke 1660—1662, og svo aptr
1665—1683. Hann var hér um sumur, en optast á vetrum
í Kaupmannahöfn. Við ýms málaferli Jóns Eggertssonar
var hann riðinn, og átti 1670 góðan þátt áð sætt Jóns við
Gísla byskup þorláksson (byskup á Hólum 1657—1684).
Jóhann Klein hafði, þá er hann var ytra, umboðsmenn
sína hér á landi, fyrst Jakob Benediktsson, síðan Ólaf Klow