Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 95
287
allar götur austur tíl Kjachta í Síberíu; þó hratt sé farið,
þá tekur sú ferð langan tíma, nærri 2 mánuði; þar dvaldi
hann rúman mánuð, til þess að búast til ferðar; hafði hann
með sér 20 hermenn og æfði þá sem bezt hann gat í öllum
vopnaburði, tilþess að vera við öllu búinn. Snemma í nóv-
embermánuði héldu þeir á stað suður í eyðimörkina Gobi,
höfðu með sér 56 úlfalda og 7 hesta, og ráku á undan sér
dálitla sauðahjörð, svo ekki yrði vistaskortur á leiðinni.
Eyðimörkin Gobi er 140 mílur á breidd og nærri 600 míl-
ur á lengd; nyrzt eru þar grasi vaxnar sléttur, allfrjóvsamar,
en skóglausar; óru þar antilópuhjarðir og byggð nokkur á
strjálingi; enn þegar sunnar dregur, verður miklu ófrjórra;
er þar sumstaðar möl og hnullungar, sumstaðar roksandur;
ekki er þar þó með öllu graslaust nema á stöku blettum;
víðast eru fáein grasstrá og hlauphagar fyrir fé; eru Mon-
gólar þar á sífelldu flakki með hjarðir sínar; tré vaxahvergi,
en klíningur og sauðatað er haft til eldsneytis. Hvergi er
jafnmikill munur á hita og kulda, enda er það eðlilegt, þar
sem þessi héruð liggja í álfunni miðri; á vetrum er mesta
frostharka, en óþolandi hiti á sumrum. Meðan þeir
Prschewalski voru að fara þar um, var kuldinn opt
40° C. á nóttunni; þó sást aldrei snjór; raki er svo lítill í
loptinu, að þar kemur svo að segja aldrei úrkoma. Sunnan
til var mjög örðugt að fá fóður handa reiðskjótunum, en
úlfaldar þola hungur furðu vel. Alaschan-fjöllin skilja eyði-
mörkina frá Hóanghó (Gulafljóti); eru þar frjóvsöm lönd
fram með ánni. Prschewalski stóð við viku tíma í kín-
verskum bæ vestan við fjöllin og hélt svo til suðvesturs,
uns hann kom að fjallgarðinum Nanschan; þar byrjar sú
hálendisrönd, sem takmarkar eyðimörkina að sunnan, og
skilur hana frá Thibet; miklu vestar heitir fjallgarður þessi
Kynlyn, og nær allt vestur að Pamir, á takmörkunum milli
Afganistan og Turan. Gobi er 3500—5000 fet yfir sævar-
fleti, en landið fyrir sunnan 9—10000 fet. þar er nóg af
vatni, jurtagróður mikill og dýralífið fjölskrúðugt. Höfðu
þeir Prschewalski verið 3 mánuði á leiðinni frá Kjachta,
þegar hér var komið. Seint í marzmánuði komust þeir