Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 113
305
þráð; þeir voru ei mjög sterkir og þó mátti nota 53”/« af
vinnuaflinu á stöðum, sem voru 7 mílur frá Parísarborg.
Bkki lítur þó svo út, sem þetta sé enn komið í það horf,
að það hafi mikla praktiska þýðingu. Tilraunirnar voru
mjög dýrar; þær kostuðu Bothschild 680 þúsund krónur.
I apríl 1884 var lögð rafmagnsbraut hjá Wien; hún er
rúm $ míla á leng; hreyfast vagnarnir á henni eingöngu
með rafmagni. |>etta hefir reynzt ágætlega; pg á nú að
fara að bæta við brautina og gera hana miklu lengri.
Málþráð (telephon) ætla menn nú að leggja frá París
til Reims (20 rnílur); áður var búið að leggja málþráð frá
París til Rouen (16 rnílur), og þaðan til Havre (10
mílur).
Byrir nokkru hafa menn farið að nota rafmagnsljós á
skipum, en aldrei hefir slíkur útbúningur fyr verið gjörður
jafnstór og nú í vetur á skipunum »Umbria« og »Etruria«;
rafmagnsvélarnar á þeim eru svp stórar, að þaðan kemur
nóg rafmagn handa 1400 lömpum á hverju skipi.
Edison hefir fundið tæki til þess að senda hraðfréttir
frá járnbrautarlest, sem er á hörðustu ferð, í allar áttir, og
fá svör upp á þær aptur. A járnbraut á Staten-Island hjá
New-York var fyrir skömmu gjörð tilraun með þetta og
heppnaðist það ágætlega vel; allar hraðfréttirnar komu
skilvíslega þangað sem þær áttu að fara.
Nýlega hefir brunnur verið grafinn í Jakutsk í Síbiríu
rúm 500 fet á dýpt, og var jarðvegurinn allur freðinn svo
langt sem grafið var; þó varð kuldinn minni er neðar dró,
þannig að hann minnkaði um eitt stig við hver 90 fet.
Með því að bera saman meðalhitann í Jakutsk við þessar
hitaathuganir, sjá menn, að öll líkindi eru til, að klakinn
nái um 1000 fet niður í jörðina. A sumrum þiðna efstu
jarðlögin svo, að 48 feta skán er ófreðin ofan á, þegar
mestur klaki er dreginn úr jörðu.
Norður af Jakutsk í þorpinu Werchoiansk við Jana-
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VII. 20