Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 99
291
walski beina leið til Pétursborgar og kom þar í janiiar
1886.
Englendingum hefir leikið mikill hugur á að kynna sér
löndin í Himalaya og þó einkum Thibet, en af því enginn
Európumaður getur farið þar um óhultur, þá hafa þeir
leitað annara ráða. Stjórnin á Indlandi hefir látið kenna
skynsömum Hindúum mælingar og annað, er þarf til land-
fræðis-rannsókna í ókunnum löndum, og hefir síðan sent
þá sem njósnarmenn í ýmsum dularbúningi til Thibet, og
hefir það tekizt mætavel, því íbúar þar hafa eigi grunað
þá. jpessir indversku sendisveinar eru kallaðir »pundítar«.
Hinn fyrsti, sem sendur var, hét Nain Singh; hann fór
1865 um vesturhluta Thibets og gjörði ágætar mælingar;
seinna hefir hver verið sendur af öðrum; fyrir skömmu
eru komnir út landsuppdrættir og ferðasaga eptir einn af
þessum Hindúum, sem kallaður er skammstöfuðu nafni
A — K —; hann fór á árunum 1878—82 þvert yfir Thibet,
allt norður á Mongólaland. Indverji þessi bjó sig sem kaup-
maður og hafði með sér töluverðan varning; komst hann
klakklaust norður yfir Himalayafjöll til Hlassa, höfuðbæjar-
ins í Thibet; varð hann að dvelja þar nærri heilt ár, seldi
varning sinn og gjörði í laumi nákvæman uppdrátt og
mælingar af bænum; loks gat hann slegizt í fór með Iesta-
mönnum, sem ætluðu norður á Mongólaland; voru þeir 100
saman og allir vel vopnaðir, því ræningjar eru á hverju
strái; sitja þeir fyrir kaupmönnum og ræna þá þegar þeir
geta. Hindúinn komst nú norður yfir háslétturnar og
fjallgarðana í Thibet allt norður í Zaidam. þegar þeir
ætluðu að halda enn lengra norður, réðust á þá stigamenn,
200 saman, og missti Indverjinn þar mestallar eigur sínar;
og nokkru seinna stal þjónn hans frá honum því litla,
sem eptir var; Hindúinn lét samt ekki hugfallast, þótt hann
væri allslaus, og gjörðist vinnumaður hjá Mongóla einum,
og komst með honum norður til Satseu; það er kínversk-
ur bær fyrir norðan Nansehanfjöllin; þar varð hann að
snúa aptur, því Kínverjar héldu að hann væri njósnar-
19*