Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 10
202
en nú (1712) fór hann héðan alfarinn ; hreppti hann á
þessari hinni síðustu ferð sinni ofviðri mikið, og vík-
ingar réðu jafnvel á skipið, og komst hann um haust-
ið til Noregs og dvaldi þar hjá vini sínum J>ormóði
Torfasyni fram eptir vetrinum og kom ekki til Hafn-
ar fyr en um vorið 1713.
Árni hafði verið tregr mjög að takast þessa
nefndarför á hendr, enda varð hún honum að mörgu
leyti allt annað en gleðiferð. í 6. gr. í erindisbréfi
nefndarmanna var þeim Árna og Páli boðið, að bera
fyrir konung kærur yfir embættismönnum um það, er
hjá þeim færi aflaga. J>etta munu þeir að öllum lík-
indum hafa gjört að meira eða minna leyti; að
minnsta kosti kærðu þeir Gottrup lögmann (-j* 1721)
fyrir aðferð hans við bændr nokkra í Húnavatnssýslu,
sem ekki höfðu viljað gefa honum vitnisburð, þá er
hann krafði þá þess, en hann hafði látið lögsagnara
sinn dæma þá í sektir miklar, og síðan var sá dómr
hertr í lögréttu, en þar dæmdi Sigurðr Bjarnarson
(f 1723). Nefndarmenn vóru og settir af konungi til
að dæma ýms mál, ýmist einir sér, eða þá í 24 manna
dóminum á alþingi. Vóru þau mál helzt gegn lög-
mönnum Gottrup og Sigurði; en Páll Vídalín var hinn
mesti óvinr þeirra. Vóru þessi mál hin helztu: húð-
strokumál Ásbjarnar Jóakimssonar, morðmál Jóns
Hreggviðssonar, brennumál Ara Pálssonar, og svo kall-
að Geirnýjar-mál. Vóru mál þessi móti Sigurði lög-
manni, og þá orðin gömul mjög. Mál þessi dæmdu
nefndarmenn 1708 og af Sigurði æru, embætti og bú-
slóð. Sigurðr vann mál sín öll fyrir hæstarétti 1713,
og vóru þeir Árni og Páll þá dæmdir að gjalda hon-
um 300 rd., en það er eptir núgildandi peningaverði
nær hálft sjötta þúsund króna. Eitt var svo nefnt
kaleiksmál gegn Gottrup lögmanni, og dæmdu þeir
Gottrup í bætr. Mál þessi sótti varalögmaðr Oddr