Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 124
316
lagi og skaptbogar (armbrist) þeir, sem notaðir voru í
Európu á miðöldunum. Klæði s'n gjöra þeir úr bjarnar-
feldum, tóuskinnum og lituðu leðri; úr beini og tré skáru
þeir með steinhnífum knappa, tölur og annað skraut, og
var það prýðilega gert. Eitt sýnir það bezt, hve langt
þeir eru komnir eptir kringumstæðunum og hve skynsam-
ir þeir eru, að þeir gjöra sér myndir upphleyptar úr
tré af ströndinni og fjörðunum, eins og landabréf,. og nota
það á sjóferðum sínum; og þeir Holm voru alveg hissa á
því, hve laglega þeir gátu gert landsuppdrætti af héruðum
þeim, sem þeir þekktu; ef margir voru látnir gera upp-
drætti af sömu ströndinni hver í sinu lagi og myndirnar
svo voru bomar saman, þá voru þær furðulíkar hver ann-
ari; sýnir þetta, hve vel og greindarlega þeir taka eptir því,
sem fyrir augun ber. Holm safnaði mörgu, er snertir siði,
trú og mál þessarar þjóðar; hann safnaði sögum og æfin-
týrum o. fl., og verður eflaust merkilegt að sjá það, er það
kemur fyrir almennings-sjónir. það er mesta furða, að
þessi litli þjóðflokkur skuli tiltölulega vera á svo háu menn-
ingarstigi; og þegar hins vegar er litið til þess, hve þeir að
líkamsskapnaði eru ólíkir öðrum Eskimóum og líkir Eur-
ópumönnum, þá væri það ekki undarlegt, þótt menn hneigð-
ust til að ætla, að hér væri þjóðblendingur af hiuum fornu
Islendingum, er byggðu Grænland, og Eskimóum. Enekkert
er hægt að segja um þetta fyr en nákvæmar skýrslur
koma út um rannsóknirnar í heild sinni.
LEIÐRKTTINGAR. í Tímar. VI. 255,3 Kamerúm les Kam-
erún; 25716 sunnan les saman; 26712 ljósvaki (æther) 1. „æther“.