Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 117
309
þröskuldur, sem fáir geta yfir stigið. ískaldur pólstraumur
rennur, eins og kunnugt er, niður með austurströndinni og
færir með sér fádæmi af hafís, bæði lagnaðarís og þó eink-
um borgarís, sern brotnar framan af jöklum á Austur-Græn-
landi; ísinn er allt árið á ferðinni fram með ströndinni,
þó öll líkindi séu til, að einna minnst sé af honum á haust-
mánuðunum. þegar siglingar aptur byrjuðu til Grænlands
á 17. öld, ímynduðu menn sér, að Austurbyggðin gamla
væri á austurströndinni, og só hugmynd hefir við og við
komið fram bjá ýmsum fram á vora daga, en nú má það
heita fullsannað, að Austurbyggðin hefir verið syðst á vest-
urströndinni. A árunum 1652—54 gerði Danell nokkrar
tilraunir til þess að komast að austurströndinni, sá land
hvað eptir annað, en komst ekki að því fyrir ísum; 1723
reyndi Hans Egede að rannsaka austurströndina, en varð
að snúa aptur, af því menn hans vildu ekki fylgja honum.
A árunum 1786 og 1787 gerðu sjóliðsforingjarnir Löwenörn
og Egede margar tilraunir til þess að komast þar að landi,
en allt fór á sömu leið, þrátt fyrir allan þann dugnað og
karlmennsku, sem þeir sýndu. Frægust er ferð sú orðin, sein
W. A. Graah fór 1828—31; á þeirri ferð var Vahl, nafn-
frægur grasafræðingur, með honum. Veturinn 1828—29
dvöldu þeir Graah í Nanortalik, syðst á vesturströndinni,
en í marz héldu þeir á stað til austurstrandarinnar á tveim
kvennbátum grænlenzkum og komust með mestu þrautum
upp með austurströndinni á 61° 47’ n. br.; voru þeir þá
orðnir svo vistalausir, að allir urðu að snúa aptur, nema
Graah einn og 6 Grænlendingar, er með honum fóru; þeg-
ar Graah var kominn norður á 63° 36’ n. br., hitti hann
100 Skrælingja frá austurströndinni og sögðu þeir svo mikl-
ar torfærur og hættur þar fyrir norðan, að helmingur
fylgdarliðsins varð þar eptir, en Graah hélt sjálfur áfram
með 3 grænlenzkum stúlkum og komst eptir mestu þrautir
áeyju nokkra, er hannkallaði Dannebrogs-ey, á65° 15'n. br.
þar sem Graah sneri aptur, er þá hér um bil sama breidd-
arstig eins og um miðjan Breiðafjörð; lengra hafa menn
ekki síðan komizt fyr en rétt fyrir skömmu. Um veturinn