Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 4

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 4
4 skráin 5. jan. 1874 var gefin af konunginum einum af frjálsu fiill- veldi, án þess að nokkurt löggefandi þing ætti hlut í henni. Hvernig hefði nú þetta getað átt sjer stað, ef grundvallarlögin hefðu gilt á íslandi? Samt er engin ályktun til frá rikisþinginu, er veiti konunginum heimild til að gefa út lög fyrir Island, án þess að það eigi hlut í, og þar sem engin mótmæli hafa komið fram frá þess hálfu, þegar þetta hefur verið gert, þá sýnir það fyllilega, að það hefur líka litið svo á, að grundvallarlögin giltu ekki á Islandi. I 73. gr. grundvallarlaganna er það ákvæði, að dómendum verði ekki vikið úr embætti nema með dómi. En árið 1870 var dómara í hinum íslenzka landsyfirdómi Benedikt Sveinssyni vikið úr embætti án dóms og laga. Hvernig hefði þetta getað átt sjer stað, ef grundvallarlögin hefðu gilt á Islandi? En þess er þó ekki getið, að stjórnin hafi verið látin sæta ábyrgð fyrir þetta sem brot á grundvallarlögunum, —■ náttúrlega af því að menn álitu, að grund- vallarlögin giltu ekki á Islandi. En hafi nú grundvallarlögin ekki gilt á Islandi fyrir 1874, hve nær hafa þau þá öðlazt gildi þar? Þau hafa aldrei hvorki fyr nje síðar verið auglýst á Islandi og geta því ekki verið gildandi þar. Að því er snertir skoðun mína á þessu er jeg svo heppilega settur að hafa min megin álit jafnfróðra manna sem tveggja hinna helztu af lögfræðisprófessórum háskólans, er allir munu verða að játa að beri fullt skyn á þessi efni, — og það er næsta líklegt, að hinir lögfræðisprófessórarnir sjeu á sama máli og þeir. Þannig segir prófessor Deuntzer í bók sinni »Kort Fremstilling af Rets- systemets navnlig Privatrettens almindelige Del« (2. útg. bls. m— 112): »Á ríkisfundinum vóru fulltrúar af íslands hálfu, og grundvallarlögin 1849 vóru líka gefin fyrir ísland, en dttu ekki að öðlast gildi fyrri en íslendingar væru búnir að láta uppi álit sitt á sjerstöku þingi í landinu sjálfu. pað hefur þó ekki tekizt að koma því í kring, að grundvallaríögin nceðu (þar) gildi, en með lögum 2. jan. 1871 er ákveðið, hver málefni sem sjerstakleg íslenzk mál sjeu hinu al- menna danska löggjafarvaldi óviðkomandi, og með lögum 5. jan. 1874 er gefin þingbundin stjórnarsldpun í hinum sjerstaklegu málefnum íslands.«. Enn fremur segir sjálfur kennarinn í hinum danska ríkisrjetti, prófessor Matzen, í bók sinni »Den danske Statsforfatningsret« (I, 247) á þessa leið: »Þegar það er frá skilið, að yfirráð þeirra ríkisvalda, sem stofnsett eru með grundvallarlögunum (de grundlovsmæssige Myndigheder), þannig ná til íslands,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.