Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 6
6
og að aðferð sú, sem beitt var við samning laganna, væri næsta
óregluleg og kæmi í bága við gefin heit og gildandi rjettarákvæði.
Að full ástæða var til slíkra mótmæla sýna líka þær miður heppi-
legu hyggjusetningar (Theorier) fyrir sjálfstæði Islands, sem danskir
lögfræðingar hafa byggt á þeirri óreglulegu aðferð, sem beitt var
við samning laganna. Þessar hyggjusetningar eru þess efnis, að
úr því að stöðulögin sjeu gefin af hinu danska löggjafarvaldi, án
þess að alþingi ætti þar xrokkurn hlut í, þá geti líka sama löggjaf-
arvaldið, án hlutdeildar alþingis, breytt þessum lögum og numið
þau úr gildi. Þar sem nú rjettargrundvöllur sá, sem hin íslenzka
stjórnarskrá er byggð á, að nokkru leyti er fólgin í þessum lögum,
ætti þannig hið sjerstaka löggjafarvald Islands jafnan að vera háð
hinu almenna danska löggjafarvaldi.
Þannig segir prófessor Matzen í »Den danske Statsforfatnings-
ret« (I, 247):
»Með lögum þessum hafa þannig konungur og ríkisþingið sem rjettir aðilar
hins almenna fullvalda (suverœne) löggjafarvalds skipað afstöðu ríkisins gagnvart
hinu einstaka landi, þar á meðal einkum afstöðu hins almenna löggjafarvalds
ríkisins gagnvart hinu sjerstaka löggjafarvaldi landsins, þannig að vald hins fyr-
nefnda hefur verið takmarkað og nokkuð af því fengið í hendur hinu síðamefnda;
en það er þó svo sem sjálfsagt — og því verða menn að halda fastlega fram —
að tilverurjettur hins sjerstaka íslenzka löggjafarvalds jafnan er háður hinu al-
menna löggjafarvaldi konungsríkisins (til enhver Tid kun fungerer i Afhœngighed
af ien alminielige kongerigske Lovgivningsmagt), svo sannarlega sem það vald,
sem gefið hefur lögin, getur líka breytt þeim og numið þau úr gildi.«
I bók, sem heitir »Grundtræk af den danske Statsi'et«, eptir
C. Goos og Henrih Hansen segir svo (bls. 308):
»Tilverurjettur hins sjerstaka íslenzka löggjafarvalds er þó háður löggjafar-
valdi konungsríkisins. Þar sem þetta síðamefnda vald samkvæmt sínu almenna
fullveldi (Suverœnitet) í öllum málefnum ríkisins með lögunum 2. jan. 1871 hefur
lagt þann rjettargrundvöll, sem stjórnarskrá íslands er byggð á, þá er það líka,
skoðað frá rjettarins sjónarmiði, eitt þess um komið, að breyta þessum grundvelli
eða kippa honum burtu.«
Rjettmæti þessarar hyggjusetningar mun aldrei verða viður-
kennt af neinum Islendingi. Það getur skeð, að hinum háu pró-
fessórum geti tekizt, að neyða íslenzka lögfræðinga til þess að
viðurkenna þessa skoðun, þegar þeir eru að svara prófspurningum
sínum á háskólanum; en þeir geta reitt sig á, að sömu lögfræðing-
arnir munu, jafnskjótt og þeir eru sloppnir frá prófborðinu, hik-
laust neita því, að hún sje rjett. Svo er nefnilega mál með vexti,
að stöðulögin geta ekki haft neina bindandi þýðingu fyrir Island
að því leyti, sem þau eru samþykkt af ríkisþinginu, því ríkisþingið