Eimreiðin - 01.01.1896, Page 8
8
islenzka 'löggjafarvaldi, getur hvorugt þessara löggjafarvalda eitt
fyrir sig breytt þeim eða numið þau úr gildi, heldur getur það
að eins orðið með hlutdeild þeirra beggja. Með því nú hið
íslenzka löggjafarvald er ekki framar óskert í höndum konungs,
eins og þegar lögin vóru gefin út, heldur hefur hann veitt sumpart
ríkisþinginu og sumpart alþingi hlutdeild í þessu valdi, þá leiðir
af því, að lögum þessum verður því að eins breytt eða þau úr
gildi numin, að allir þessir þrír löggjafaraðilar eigi þar hlut í. Til
þessa útheimtist því, að breytingin sje samþykkt bæði af ríkis-
þinginu og alþingi og síðan staðfest af konungi.
Jeg geng nrí ekki að því gruflandi, að mótmæli muni koma
fram á móti þeirri skoðun, sem jeg hjer hefi fram sett. Jeg verð
því að minnast dálítið frekar á sögu þessara laga og hvernig þau
eru til orðin.
Eins og jeg hefi þegar tekið fram, var ísland einnig eptir að
grundvallarlögin komu út sjerstakt löggjafarsvið, því grundvallar-
lögin öðluðust aldrei gildi á Islandi, þótt upprunalega væri svo til
ætlazt, að þau skyldu líka gilda þar. Hið íslenzka löggjafarsvið
kom ríkisþinginu ekkert við og þess vegna hafði ísland heldur
enga fulltrúa á ríkisþinginu. Að eins að því er snerti meðferð'
hinna íslenzku íjármála var stjórnin neydd til að leita aðstoðar
ríkisþingsins, sumpart af því, að hinum íslenzku fjármálum hafði
sökum óreglu hjá stjórninni verið ruglað sarnan við dönsk fjármál,
og sumpart af því, að hin bágborna stjórn stjórnarinnar á íslandi
hafði leitt til þess, að tekjurnar vóru langt um minni en gjöldin,
svo að það varð að leita fjártillags frá Danmörku, en slikt fjártillag
gat ríkisþingið eitt veitt. Með þvi nú ekki var unnt að koma lagi
á stjórnarskipun Islands, nema því væri ábyrgzt fjártillag úr hinum
danska ríkissjóði, — fjártillag, er íslendingar skoða sem afborgun
á gamalli skuld —, þá varð stjórnin að leita til ríkisþingsins til
þess að fá það til að veita þetta fjártillag og til þess að fá bindandi
loforð um, að það skyldi verða veitt framvegis, sem gat ekki orðið
með öðru móti en að rikisþingið samþykkti lög um það. Við
þetta hefði hlutdeild ríkisþingsins átt að vera einskorðuð, því
konungurinn einn átti rjett á því, að skipa fyrir um stjórnarfar
Islands; honurn var fullkomlega sjálfrátt, hversu mikla hlutdeild í
hinu íslenzka löggjafarvaldi hann vildi veita ríkisþinginu og hve
mikla alþingi. Að því er það snerti gat hvorki ríkisþingið nje
alþingi haft nema ráðgjafaratkvœði.