Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 8

Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 8
8 islenzka 'löggjafarvaldi, getur hvorugt þessara löggjafarvalda eitt fyrir sig breytt þeim eða numið þau úr gildi, heldur getur það að eins orðið með hlutdeild þeirra beggja. Með því nú hið íslenzka löggjafarvald er ekki framar óskert í höndum konungs, eins og þegar lögin vóru gefin út, heldur hefur hann veitt sumpart ríkisþinginu og sumpart alþingi hlutdeild í þessu valdi, þá leiðir af því, að lögum þessum verður því að eins breytt eða þau úr gildi numin, að allir þessir þrír löggjafaraðilar eigi þar hlut í. Til þessa útheimtist því, að breytingin sje samþykkt bæði af ríkis- þinginu og alþingi og síðan staðfest af konungi. Jeg geng nrí ekki að því gruflandi, að mótmæli muni koma fram á móti þeirri skoðun, sem jeg hjer hefi fram sett. Jeg verð því að minnast dálítið frekar á sögu þessara laga og hvernig þau eru til orðin. Eins og jeg hefi þegar tekið fram, var ísland einnig eptir að grundvallarlögin komu út sjerstakt löggjafarsvið, því grundvallar- lögin öðluðust aldrei gildi á Islandi, þótt upprunalega væri svo til ætlazt, að þau skyldu líka gilda þar. Hið íslenzka löggjafarsvið kom ríkisþinginu ekkert við og þess vegna hafði ísland heldur enga fulltrúa á ríkisþinginu. Að eins að því er snerti meðferð' hinna íslenzku íjármála var stjórnin neydd til að leita aðstoðar ríkisþingsins, sumpart af því, að hinum íslenzku fjármálum hafði sökum óreglu hjá stjórninni verið ruglað sarnan við dönsk fjármál, og sumpart af því, að hin bágborna stjórn stjórnarinnar á íslandi hafði leitt til þess, að tekjurnar vóru langt um minni en gjöldin, svo að það varð að leita fjártillags frá Danmörku, en slikt fjártillag gat ríkisþingið eitt veitt. Með þvi nú ekki var unnt að koma lagi á stjórnarskipun Islands, nema því væri ábyrgzt fjártillag úr hinum danska ríkissjóði, — fjártillag, er íslendingar skoða sem afborgun á gamalli skuld —, þá varð stjórnin að leita til ríkisþingsins til þess að fá það til að veita þetta fjártillag og til þess að fá bindandi loforð um, að það skyldi verða veitt framvegis, sem gat ekki orðið með öðru móti en að rikisþingið samþykkti lög um það. Við þetta hefði hlutdeild ríkisþingsins átt að vera einskorðuð, því konungurinn einn átti rjett á því, að skipa fyrir um stjórnarfar Islands; honurn var fullkomlega sjálfrátt, hversu mikla hlutdeild í hinu íslenzka löggjafarvaldi hann vildi veita ríkisþinginu og hve mikla alþingi. Að því er það snerti gat hvorki ríkisþingið nje alþingi haft nema ráðgjafaratkvœði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.