Eimreiðin - 01.01.1896, Page 12
»Þvf þaö er einmitt hiö einkennilega, og svo að kalla dæmalausa, viö þetta
ástand, að hin sjerstaklegu mál sjálf, sem hjer koma til greina, og löggjöfin um
þau sjerstaklega, eru rikisþinginu óviökomandi, þegar ekki er litið til hinnar fjár-
hagslegu hliðar. Þau heyra öll, eptir því sem hingað til hefir við gengizt, undir
ráðgjafaratkvæði alþingis, og þegar alþingi hefir sagt álit sitt um þau, er það
konungur, sem hefir vald d aö auglýsa eöa gefa út fyrirskipanir, innan þeirra tak-
marka, sem ákveðin eru í alþingis-tilskipuninni og öðrum ákvörðunum, sem þar
til heyra, fyrir hiö sjerstaklega islenzka löggjafarsviö.«
Það er þannig viðurkennt jafnvel af þeim ráðherra, sem kom
stöðulögunum á framfæri, að þessi lög hafi inni að halda ákvæði
um málefni, sem hafi verið ríkisþinginu óviðkomandi. Og þegar
nú þessu er þannig háttað, hvernig getur þá það atvik, að ríkis-
þingið með því að samþykkja lagaákvæði, er snertu stjórnarskipun
Islands, hefur stigið feti framar en það var um komið, haft nokkra
rjettarþýðingu gagnvart íslandi? Nei, lögin eru að því leyti, sem
þau eru samþykkt af ríkisþinginu, einungis bindandi fyrir Dan-
mörku, en fyrir Island hefur samþykki ríkisþingsins — þegar fjár-
hagsákvæðin eru frá skilin — alls enga þýðingu. Fyrir ísland eru
lögin einungis bindandi að þvi leyti, sem þau eru gefin af hinum
einvalda konungi, því þegar þau vóru gefin út, var hið íslenzka
löggjafarvald í höndum hans eins.
Þessi skoðun, að lögin, að því leyti sem þau eru samþykkt
af ríkisþinginu, væru einungis bindandi fyrir Danmörku, kom líka
þegar fram við umræðurnar á fólksþinginu hjá Dr. Winther, án
þess að nokkur hreyfði mótmælum gegn henni. A þingfundi
ii. nóv. farast honum þannig orð:
»í 7. gr. er kveðið svo að orði: »lög þessi öðlast gildi 1. dag aprílmánaðar
1871«. Jeg hugsa mjer, að þessi ákvörðun geti orðið orsök til mótmæla af hálfu
íslendinga, að þeir nefnilega kunni að halda, að engin lög, sem snerta ísland,
eigi að geta orðið gildandi fyrri en þau hafi verið lögð fyrir alþingi; en það er
ómögulegt, að lög þessi geti orðið lögð fyrir alþingi á íslandi fyrir 1. apríl 1871.
Hjer vil jeg þó einnig halda því fram, að ákvörðun þessi hafi fulla heimild, því
hún þýðir, að lög þessi gilda milli hinnar dönsku stjórnar og hins danska ríkisþings
þ. e.fyrir Danmörku; ,en því næst gilda þau og að nokkru leyti fyrir ísland, sem
sje aÖ pvi leyti, aö Islendingar geta ekki vœnzt eöa krafizt heerra tillags til sinna
sjerstaklegu útgjalda.t
Menn geta af þessu sjeð, að sú skoðun, sem jeg hefi haldið
fram hjer í kveld, er engin ný skoðun, sem jeg eða íslendingar
yfir höfuð hafi fundið upp á. Hún hefur þegar komið fram við
umræðurnar um lögin sjálf á hinu danska fólksþingi og verið þar
sett fram af einum af fulltrúum hins danska höfuðstaðar (Kaup-
mannahafnar).
Jeg sný mjer þá að stjórnarskránni.