Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 14

Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 14
14 alþingi fer þess á leit, í hverju einstöku tilfelli, hvort og hvernig ábyrgð skuli komið fram á hendur honum. Þótt afarmiklir gallar sjeu á þessu skipulagi, eins og allir munu sjá, ljetu þó Islendingar sjer þetta lynda til bráðabirgða í þeirri von, að stjórnin mundi samkvæmt skildaga þeim, er alþingi 1873 hafði sett, er það skaut málinu undir úrskurð konungs, leggja frumvarp til endurskoðaðra stjórnarskipunarlaga fyrir hið fjórða löggefandi alþingi. En er þessi frestur var útrunninn 1881, án þess að stjórnin hefði hreyft málinu nokkuð, haíði alþingi ekki önnur úrræði, en að koma sjálft fram með frumvarp til endur- skoðunar af þingmanna hálfú. Slikt frumvarp var því borið upp á þinginu 1881 og hefur síðan verið rætt og samþykkt i neðri deild þingsins (sem samsvarar fólksþinginu) á hverju einasta þingi. Það hefur fjórum sinnum verið samþykkt af báðum deildum alþingis, eða með öðrum orðum verið tvisvar samþykkt á lögskipaðan hátt samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar, sem sje á tveimur þingum i röð, þannig að alþingi hafi verið leyst upp og nýjar kosningar fram farið á milli þeirra. Hinar verulegustu breytingar á stjórnarskránni, sem farið er fram á í frumvarpi þessu, eru i öllu verulegu hinar sömu, sem farið var fram á í stjórnarskrárfrumvarpi því, er samþykkt var á alþingi 1873. Samkvæmt þessu frumvarpi skal nefnilega hin æðsta stjórn hinna sjerstöku málefna íslands af konungi falin landsstjóra, er konungur skipar, og sem búsettur sje á Islandi. Landsstjórinn á í umboði konungs að geta leitt öll þau mál til lykta, er nú liggja undir staðfesting konungs, — þó er staðfesting á breytingum á stjórnarskránni undan skilin og eins vald til að náða menn og veita almenna uppgjöf á sökum —. Þessi landsstjóri á að skipa ráðgjafa, er hann lætur framkvæma vald sitt, og þeir eiga að bera ábyrgð gagnvart alþingi á sjerhverri stjórnarathöfn. 1 málum þeim, er alþingi höfðar gegn ráðgjöfunum, dæmir landsdómur (sem sam- svarar ríkisdómi Danmerkur), og í honum eiga sæti allir dómendur hins æðsta dómstóls innanlands (sem stendur landsyfirdómurinn) og viss tala af þingmönnum efri deildar alþingis (samkvæmt ná- kvæmari reglum sem settar eru í frv.). Þetta skipulag hefur stjórnin ekki getað fallizt á. Hún hefur hreint og beint neitað að taka nokkurn þátt í samningum um breytingar á stjórnarskránni. Astæður hennar fyrir þessu eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.