Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 27
27 degi, er hann nái að geisa fram í öllu sinu veldi og ryðja miskunnar- laust úr vegi öllu, sem fyrir verður, eða troða það undir fótum. Milli flokka þeirra, er hjer eru taldir, er aldrei vopnahlje, orrustan geisar án afláts dag og nótt. Vopn þau, sem beitt er, eru dagblöðin, og eru þau engu miður skæð en bitnr brandar og byssur hlaðnar, þótt eigi sje beinlínis lífinu hætta búin í þeim hernaði. A degi hverjum sveitast blaðamennirnir blóðinu við að ryðja úr sjer skömmunum og ónotunum hver í annan, og á nóttunni smella prentvjelarnar þeim með ymjanda og gauragangi á pappirinn, svo þær með morgunsárinu geti dreifzt inn á hundraðþúsund heimili og æst og rótað upp i hugskoti mánna hatri og vægðarleysi gagnvart mótstöðumönnunum. Þau gefa aldrei svo mikið tóm, að ládeyða verði i skapi manns, heldur vekja öldurótið jafnharðan aptur, er lægja tekur öldurnar. En allt þetta um- stang vekur, eins og nærri má geta, líf og fjör, og á, meðal margs annars, góðan þátt í að framleiða óróa þann og æsing, er einkennir stórbæjarlífið. Sjerhver af þessum flokkum hefur sitt málgagn, er vægðarlaust og einstrengingslega ber fram sinn málstað og aldrei situr sig úr færi, er sjá má höggstað á mótstöðumönnunum. Hægrimenn birta kenningar sinar í »Berlingatíðindum« og »Avisen«, en vinstrimenn andmæla þeim skörulega í »Politiken«. Hófsmennirnir leggja út á djúpið i »Dannebrog«, en jafnrjettismenn ganga i »Social-Demokraten« hinn voðalegasta berserksgang móti yfirvöldunum, eignarrjettinum og yfir höfuð öllu bæði i jörðu og á, Má þvi nærri geta, að þegar öllum þessum blöðum og mörgum öðrum lendir saman í eina bendu i arg- vitugum skömmum og hnakkrifrildi, þá er lagið á. Pá er Hafnarbúanum dillað, því það er hans líf og yndi. Pað er kjördagur. Frá þvi árla morguns eru menn á ferli til að undirbúa allt til orr- ustunnar. Pað er eins og einhver rosi og umhleypingur sje í loptinu, eins og einhver órói hvili yfir öllu. Pessi óróablandna kyrð er fyrir- boði snarprar orrahriðar, eins og lognmollan er fyrirboði þrumuveðurs- ins. Menn eru að sækja i sig veðrið. Næst undanfarna daga hafa blöðin, af hverjum flokki sem eru, ekki talað um annað en kosningarnat. Pau aka saman öllum sínum skot- tólum hvert í kapp við annað og láta fúkyrðadrífuna óspart dynja yfir mótstöðumennina. Hægriblöðin tæma sorpkeröld sín yfir kollana á vinstri- mönnum og jafnrjettismönnum, en hafa eigi nægileg orð til að lýsa ágæti fylgismanna sinna og þreytast eigi á að brýna fyrir mönnum, hvílikir dánu- og dannebrogsmenn þeir sjeu. Enginn á að standa þeim á sporði að því er gáfur, málsnilld, manngæzku og dugnað snertir. Nái þeir kosningu, muni það sannast, að innan skamms drjúpi mjólk og hunang af hverju strái í Danmörku. Pað sje öðru máli að gegna með þessa byltingamenn. Þar sje ekkert annað en úlfúðin og ósamlyndið, fúl- mennskan og fantaskapurinn. Formælendur þeirra sjeu ekkert annað en ærulausir tugthúskandidatar, ómenntaðir uppskafningar, i einu orði sagt verstu bölvaðir dónar. Og komist þeir að, þá sje ekki að sökum að spyrja; þá sje úti friður og farsæld, þá sje Danmörk kornin i hershöndur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.