Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 30
það er 5. júni, minningardagur þess, er Danir öðluðust grundvallarlög sín eða stjórnarskrá. Frá hádegi eru allar búðir lokaðar og allir verka- menn fá þá lausn frá vinnu sinni. Fótur og fit er uppi á hverri mann- skepnu. Menn og konur fylkja sjer í þjettar fylkingar og ganga um strætin með gunnfána í broddi, og kveður við glymjandi lúðraþytur úr öllum áttum, en drynjandi og dimm bumbuslög afmarka ganghraðann. Endur og sinnum tekur fylkingin undir með lúðrunum og syngur upp- áhaldslög sín. Taka þar allir undir, þótt aldrei hafi þeir annars sungið á æfi sinni, og má þar heyra merkilega tóna. Einkum þenja jafnrjettis- menn raddböndin gífurlega og syngja byltingasöng sinn af mikilli grimmd, og er auðheyrt, að hjá flestum þeirra fylgir hugur máli. Hverjum flokki fyrir sig er skipað víst svæði í borginni til að bylta sjer á. Stjórnar- sinnum er ætlaður samastaður i skemmtigarði þeim, er liggur umhverfis Rósinborgarhöll, frjálslyndi flokkurinn hefst við í einhverjum af skemmti- görðum þeim, er liggja að sumum veitingastöðum utan til í borginni, en jafnrjettismenn verða hjer eins og annars staðar að lúta í lægra haldi og sætta sig við almenning þann, er liggur í norðurjaðri borgarinnar. Pað er víður völlur grasi vaxinn. Pegar fylkingarnar, hver fyrir sig, eru komnar á áfangastaðina, hefjast þar ræðuhöld, dans og drykkja, og heilsa flokkarnir ræðumönnum sínum með þúsundföldu fagnaðarópi. Á öllum þessum áfangastöðum birtist þjóðlíf Kaupmannahafnar i einkennilegum myndum, og þó máske hvergi jafn-einkennilegum og hjá jafnrjettis- mönnum á almenningnum. Flokki þeirra hefur vaxið svo mjög fiskur um hrygg á hinum síðari árum, að fylkingarnar þekja stórsvæði af vell- inum, sem þó er viðáttumikill eins og áður er á vikið. Koma þar eigi að eins húsfeður sjálfir, heldur og konur þeirra og börn, og eru kon- urnar opt með nýfædd reifabörn á handleggnum, og blandast grátur þeirra hlátrinum, söngnum og gleðiópinu. Menn dreifa sjer um völlinn, taka fram hafurteski sitt og snæða þar sitjandi flötum beinurn. En bugi nokkurn þorsti, þá eru drykkjustofur i þjettskipaðri röð meðfram vellin- um og eru vel sóttar, sem væntanlegt er i hitanum. Til og frá þyrpast menn saman og taka lag og tiðast þetta: »Fram til orrustu ættjarðar- niðjar!« Heldur þessum gauragangi áfram til miðnættis og fer sivax- andi. Þennan dag ber máske meira á lauslæti Hafnarbúa, en nokkurn annan dag á árinu, og ber margt til þess. Þvinær hvert mannsbarn i allri borginni er á ferli, og eins og menn þekkja, þá er misjafn sauður í mörgu fje; enn fremur gefa menn sig ótakmarkað gleðinni og kætinni á vald, og ber það stundum skynsemina ofurliði, og að síðustu neyta menn að mun áfengra drykkja, bæði karlar og konur, og þá er nú skrattinn vis. Undir og um miðnættisbilið er krökt i hverju skúmaskoti, og alls staðar, þar sem einhvern skugga ber á, heyrist smella i kossun- um, svo maður hrekkur við, ef leið manns liggur þar fram hjá. En með morgunsárinu rís sólin aptur upp yfir Kaupmannahöfn og skín þar eins og að undanförnu yfir rjettláta og rangláta, hreinlífa og óhreinlifa, og lýsir upp hvert einasta skúmaskot eins og aldrei hafi neitt í skorizt. Jón Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.