Eimreiðin - 01.01.1896, Side 56
56
Og því um Noreg þrumar reginorð,
svo þjóðin hlustar glöð og furðuslegin
á meðan dimrnu dvergabýlin hljóða:
Þú Noregs höldur, heilög er þín storð,
hún hlýtur aptur forna frægð og megin
um lönd og mar og meðal allra þjóða!
* *
EIMREIÐINNI hefur verið sjerstaklega mikil ánægja í því, að geta flutt
lesendum sínum þýðing á þessu merkilega snilldarkvæði, sem getur alveg eins
vel átt við apturelding íslands eins og apturelding Noregs. Það getur verið
heilsusamlegt fyrir marga Islendinga að líta í þessa skuggsjá, að minnsta kosti
fyrir þá, sem eru ekki enn orðnir allt af grómteknir af þeim þjóðarþvergirðingi
og eintrjáningsskap, sem heldur að nútíðarþjóð vor geti lifað eingöngu á frægð
forfeðranna og helzt vill bægja öllum útlendum menntunarstraumum frá landinu,
t. d. með því að hrófla upp íslenzku háskólatildri og fleira þess konar, sem aldrei
gæti orðið annað en apaspil, til athlægis fyrir útlendinga, en niðurdreps fyrir sann-
arlegt íslenzkt menntalif. Það er öðru nær en að slíkt sje sönn þjóðrækni. Það
er í rauninni ekkert annað en þjóðardramb og hjegómaskapur, sem getur orðið
því hættulegra, sem það jafnan reynir að hjúpa sig í tælandi þjóðræknisblæju, þó
hún sje býsna götótt, svo allt af skíni í óhroðann undir, ef vel er að gáð. —
Framhald af »sýnishorninu af ljóðagjörð Norðmanna á þessari öld« kemur í
næsta hepti. RITSTJ.
Kvennasyningin í Khöfn 1895.
Blöð vor Islendinga hafa lítið minnzt á hluttöku íslenzkra kvenna í
kvennasýningunni norrænu, er háð var í Kaupmannahöfn frá 22. júní
til 15. september í sumar er leið. Sum þeirra hafa varla minnzt á is-
lenzku sýninguna einu orði, en sum þeirra hafa sagt skakkt frá. Að
eins KVENNABLAÐIÐ hefur nú loksins flutt mjög góða grein um sýn-
inguna eptir merkiskonu eina íslenzka hjer i borginni; var það vel gert
af henni að láta stallsystur sínar á Islandi vita, hvernig sýning þeirra gekk.
En mál þetta er sannarlega þess vert, að ofurlítið meira sje minnzt
á það. Af því blaðamennirnir hafa eigi orðið til þess, leita jeg til EIM-
REIÐARINNAR með nokkrar linur, er jeg ritaði i sumar, er jeg var að
skoða sýninguna.
Það virðist svo sem skoðanir ýmsra landa minna um hluttöku Is-
lendinga í sýningum erlendis sjeu býsna hjáræningslegar. Þá er sýn-
ingar hafa verið haldnar hjer og rætt hefur verið um það á íslandi,
hafa ýmsir látið þá skoðun í ljósi, að bezt væri að taka alls engan þátt
í þeim, og rökstutt það með þvi, að enginn væri þar kenndur sem