Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 56
56 Og því um Noreg þrumar reginorð, svo þjóðin hlustar glöð og furðuslegin á meðan dimrnu dvergabýlin hljóða: Þú Noregs höldur, heilög er þín storð, hún hlýtur aptur forna frægð og megin um lönd og mar og meðal allra þjóða! * * EIMREIÐINNI hefur verið sjerstaklega mikil ánægja í því, að geta flutt lesendum sínum þýðing á þessu merkilega snilldarkvæði, sem getur alveg eins vel átt við apturelding íslands eins og apturelding Noregs. Það getur verið heilsusamlegt fyrir marga Islendinga að líta í þessa skuggsjá, að minnsta kosti fyrir þá, sem eru ekki enn orðnir allt af grómteknir af þeim þjóðarþvergirðingi og eintrjáningsskap, sem heldur að nútíðarþjóð vor geti lifað eingöngu á frægð forfeðranna og helzt vill bægja öllum útlendum menntunarstraumum frá landinu, t. d. með því að hrófla upp íslenzku háskólatildri og fleira þess konar, sem aldrei gæti orðið annað en apaspil, til athlægis fyrir útlendinga, en niðurdreps fyrir sann- arlegt íslenzkt menntalif. Það er öðru nær en að slíkt sje sönn þjóðrækni. Það er í rauninni ekkert annað en þjóðardramb og hjegómaskapur, sem getur orðið því hættulegra, sem það jafnan reynir að hjúpa sig í tælandi þjóðræknisblæju, þó hún sje býsna götótt, svo allt af skíni í óhroðann undir, ef vel er að gáð. — Framhald af »sýnishorninu af ljóðagjörð Norðmanna á þessari öld« kemur í næsta hepti. RITSTJ. Kvennasyningin í Khöfn 1895. Blöð vor Islendinga hafa lítið minnzt á hluttöku íslenzkra kvenna í kvennasýningunni norrænu, er háð var í Kaupmannahöfn frá 22. júní til 15. september í sumar er leið. Sum þeirra hafa varla minnzt á is- lenzku sýninguna einu orði, en sum þeirra hafa sagt skakkt frá. Að eins KVENNABLAÐIÐ hefur nú loksins flutt mjög góða grein um sýn- inguna eptir merkiskonu eina íslenzka hjer i borginni; var það vel gert af henni að láta stallsystur sínar á Islandi vita, hvernig sýning þeirra gekk. En mál þetta er sannarlega þess vert, að ofurlítið meira sje minnzt á það. Af því blaðamennirnir hafa eigi orðið til þess, leita jeg til EIM- REIÐARINNAR með nokkrar linur, er jeg ritaði i sumar, er jeg var að skoða sýninguna. Það virðist svo sem skoðanir ýmsra landa minna um hluttöku Is- lendinga í sýningum erlendis sjeu býsna hjáræningslegar. Þá er sýn- ingar hafa verið haldnar hjer og rætt hefur verið um það á íslandi, hafa ýmsir látið þá skoðun í ljósi, að bezt væri að taka alls engan þátt í þeim, og rökstutt það með þvi, að enginn væri þar kenndur sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.