Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 66
66 Þrjár helgisögur. (Eptir Viggo Stuckenberg.) »Drottinn!« sagði sankti Pjetur einhverju sinni við Guð á hinmum, »mörgu höfum við kippt í lag hjá mönnunum, — en fjárreiður þeirra, þær eru í eilífu óstandi.« »Já,« svaraði Drottinn og yppti öxlum, »fjárreiður þeirra, þær eru handaverk Djöfulsins.« Sankti Pjetur hleypti brúnum, strauk sig um hökuna og horfði út í bláinn. . »Já, það er sjálfsagt ekki til neins að eiga neitt við það,« sagði hann eptir langa umhugsun. »Hugsast þjer nokkurt úrræði?« spurði Drottinn. Pjetur fór aptur að strjúka hökuna. »En allur sá sægur, sem fyrirfer sjer fyrir þær sakir?« spurði hann loks í þeim meðaumkvunartón, sem einkennir margreynda mannvini. »Þeir,« svaraði Drottinn og brosti um leið eins og stórt barn, »þeir skulu sitja hjá mjer innan um hina mestu sakleysingja, því þeir eru í sannleika orðnir eins og börn!« — Sankti Pjetur gekk í sólskini himnanna og var að tala við Drottin. »Það er nýdáin unglingsstúlka,« sagði hann. »Kom hún hingað?« spurði Drottinn. »Já, — jeg áræddi það — jeg hleypti henni inn.« Drottinn leit á hann spyrjandi augum. »Aræddir?« sagði hann,— »hafði hún syndgað?« — »Hún var með barn í faðminum.« Drottinn leit hvorki á Pjetur nje nokkurn skapaðan hlut ann- an, en stóð stundarkorn þegjandi. »Það var rjett gert af þjer!« sagði hann loks, eins og sá svarar, sem á endanum fær af sjer að taka til rnáls, þó engin þörf sje á svari. »Drottinn, hún hafði drekkt sjer, — bæði sjer og barninu!« sagði sankti Pjetur, og stóð grafkyr og mændi á Drottin, — »og jeg hleypti henni inn!«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.