Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 69

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 69
69 sína. Eg var þá nýsveinn í skóla og fremur uppburðalitill, gaf mig því eigi á tal við hann, en eg hlýddi á það, sem hinir sögðu. Eg heyrði tekið til þess, hve »sterkur hann væri í latínu« og yfirhöfuð vel að sjer. Hann var þá hár á vöxt og grannur og bar sig vel, hann var bjartur á hár, ennið mikið, augun blá og lágu fagurt og fast; hann var í minum augum fríður sýnum; hann var hinn viðmótsbezti, enda þótti skólapiltum mikið að honum kveða og þeim var vel til hans. Þessu næst sá eg Bjarna i Kaupmannahöfn árið 1834. Hann var þá lítið eitt þreknari en síðast, er og sá hann á Bessastöðum, en að öðru leyti sýndist mjer hann óbreyttur. Eg var honum þá samtiða i Khöfn • í tvö ár og kynntist honum betur en áður. Hann las þá af miklum áhuga undir embættispróf (philologicum magnnm, er þá var svo kallað). Heyrði eg þá landa mina, er til þekktu, hafa orð á, að Bjarni væri mjög vel að sjer i hinum fornu tungumálum; grísku og latínu svo og i sagnafræði, enda reyndist svo, þegar að prófinu kom. Eg var með öðrum fleiri stúdentum, dönskum og íslenzkum, við staddur þegar hinn nafnkunni prófessor J. N. Madvig var að reyna Bjarna i latinu og lat- neskum fornfræðum, og • var sönn ánægja á að heyra; ekki var við- staðan, þó allt færi fram á latinu, eins og þá var venja. Þá var án efa fleira heimtað af þeim, er tóku skólakennara próf, eins og Bjarni tók, heldur en nú er heimtað. Auk hinna fornu tungumála, grisku og latínu, voru menn reyndir í hebresku máli, sagnafræði, guðfræði, heimsspeki, siðalærdómi og stærðfræði (Plangeometri, Stereometri, Trigonometri). Bjarna gekk yfirhöfuð vel i prófinu, en fjekk þó aðra einkunn, þvi að stærð- fræðin steypti honum. Hann var i því likur dr. Hallgrími Scheving, að hvorigur þeirra gat lært stærðfræði. Allan þann tima, er eg hjer minnist á (1834-—36), heyrða eg aldrei gert orð á þvi, að Bjarni Jóns- son væri drykkjumaður. íáð var enginn drykkjumaður meðal íslenzkra stúdenta í Höfn á minum fyrstu árum þar, nema ef telja skyldi einn eða tvo; fór annar þeirra um þær mundir út til Islands, en hinn dó litlu siðar. Hefi eg og aldrei heyrt það kallaðan drykkjuskap, þó menn á mánaðamótum eptir fátæklegan kvöldverð og í kunningjahóp drykki eitt eða tvö glös (»kollur«) af »púnsi«, og væri til allra verka jafnfærir eptir sem áður. Betta gerði Bjarni sem margir aðrir, en það var mjer sagt, að þá væri hann vanur, er heim kom, að setjast við bókina og lesa fram á nætur. Slíkt hið sama gerði Jón Sigurðsson, þegar við bjuggum saman frá haustnóttum 1838 til vordaga 1840, og var enginn svo illa að sjer, að kalla hann drykkjumann. Eptir að Bjarni Jónsson hafði leyst af hendi embættispróf, fór hann burt úr Kaupmannahöfn og varð skólakennari á Jótlandi, fyrst í Aalborg en þar næst i Horsens. Veit eg þá lítið um hann allt þangað til hann kom hingað til lands 1851, er hann varð rektor (skólameistari) latínu- skólans i Reykjavík. En þó er það einkum síðustu æfiár Bjarna frá 1837 til 1868 að eg kynntist honum mest og bezt, því að þá áttum við báðir heima hjer í Reykjavík. Páll heitinn sonur minn var læri- sveinn Bjarna frá 1857 og til þess er hann var útskrifaður af honum árið 1863, og sjálfur byrjaði eg að segja piltum til í skólanum 1866 undir yfirstjórn Bjarna rektors. Hefi eg farið svo mörgum orðum um þetta, til þess að sýna, að mig skorti eigi tækifæri til að þekkja manninn.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.