Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 77

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 77
77 Aðrar íslenzkar bækur en þær, er hjer eru taldar, hafa ekki verið sendar EIMREIÐINNI eða ritstjóra hennar. Þótt oss sje kunnugt um, að fleiri bækur hafa komið út á íslandi árið sem leið, ætlurn vjer þó að gera útgefendum þeirra það til geðs, að geta þeirra ekki. Svo lítur út, sem þeim sje þetta kærast, þvi þegar brugðið er út af þeirri venju, sem annars tíðkast í öllum siðuðum löndum, að útgefendur sendi tímaritum eintak af öllum nýjum bókum, jafnskjótt og þær koma út, þá liggur næst að álíta, að orsökin sje sú, að þeir álíti sjálfir, að bæk- urnar sjeu þannig lagaðar, að varlegra sje, að hætta þeim ekki undir opinberan dóm og gagnrýni. Hins þykir varla til getandi, að orsökin sje annaðhvort rænu- leysi eða — násálarskapur. EIMREIÐIN mun því fylgja þeirri reglu, að ganga með þögn fram hjá þeim bókum, sem eru eigi sendar henni, nema hún finni ástæðu til að minnast á þær til viðvörunar. ÍSLAND O G ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS: ÚTGÁFUR FORNRITA. Hjer í Khöfn hefur komið út 3. heptið af Heims- kringlu, er dr. Finnur Jdnsson hefur gefið út fyrir »Samfund til udgivelse af gam- mel nordisk litteratur«. 1 hepti þessu er endir 1. bindis (síðustu kapítularnir af Óláfs sögu Tryggvasonar), sem er alls 460 bls., og byrjunin á 2. bindi (upphaf Óláfs sögu helga). Útgáfa þessi er einkar vel af hendi leyst og sjerstaldega hentug fyrir vísindamenn við rannsóknir, hvort heldur er sögulegar eða mál- fræðislegar, því í henni er ekki einungis prentaður orðamunur allra handrita neðanmáls, heldur eru og við hvern kapítula til færðir allir þeir staðir í öðrum fornritum (Noregs konunga sögum), þar sem ræðir um sama efni, og á spássí- unni bæði blaðsíðutal í hinum eldri útgáfum og ártöl viðburðanna, og er þetta ekki lítill hægðarauki við afnot bókarinnar. Eins og mörgum mun kunnugt, vóru í byrjun 18. aldar hjer l Khöfn til 2 skinnhandrit af Heimskringlu: Kringla og Jöfraskinna, en bæði þessi handrit brunnu 1728; til allrar hamingju var þó búið að taka afskriptir af þeim áður, en af skinnbókum þessum sjálfum hafa menn hingað til álitið, að enginn örmull væri eptir. Það má því kalla tíðindi, að dr. Finnur hefur nú við rannsóknir sínar á handritum Heimskringlu fundið 1 skinnblað úr Kringlu og 4 heil blöð og 3 blaðabrot úr Jöfraskinnu. Eru 5 heilu blöðin geymd í ríkisbókasafninu í Stokk- hólmi, en af blaðabrotunum eru 2 í ríkisskjalasafninu í Noregi, og 1 í safni Árna Magnússonar hjer í Khöfn. Þessi 8 blöð og blaðabrot hefur nú dr. Finnur gefið út ljósprentuð og skrifað framan við langa og fróðlega ritgerð um þau og sögu þeirra. Er uppgötvun þessara blaða harla merkileg, því af þeim má ráða bæði aldur og annað ásigkomulag þessara merkilegu skinnbókarhandrita, sem enginn hefur hingað til vitað, að nokkur snepill væri eptir af. í Noregi hefur komið út »Saga Óldfs konungs Tryggvasonar« eptir Odd munk (AM. 310, 4to), er P. Groth hefur gefið út fyrir »Det norske historiske Kildeskriftfond«. Er það sama sagan og sú, sem prentuð er í 10. bindi af Forn- mannasögum (bls. 216 — 376), en þessi útgáfa prentuð stafrjett og mjög vönduð. Aptan við er fróðlegur samanburður á frásögninni hjá Oddi og í öðrum Noregs konunga sögum, og má af honum sjá, hvað er þar sagt á annan veg. Á Þýzkalandi (í Breslau) hafa komið út Bósarimur, er dr. O. L. Jiriczek hefur gefið út. Útgáfan er mjög vönduð og rímurnar, sem eru ortar um lok 15. aldar, að ýmsu leyti merkilegar, en sumstaðar æði klúrar og klámfengnar. Sami maðurinn hefur áður gefið út Bosasögu og tekið upp í útgáfu sina hina hroðalegu klámkafla, sem sleppt er í hinum eldri útgáfum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.