Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Síða 3

Eimreiðin - 01.09.1897, Síða 3
ié3 Ásgerðar nafnið aptur. Þar var brjefkafli af Austurlandi svo hljóðandi: Fljótum 2. ágúst 18 . . Hinn 20. f. m. ljezt húsfrú Ásgerður Aradóttir á Skíðanesi eptir að hafa þjáðst mörg ár af holdsveiki. Ásgerður sál. var kona Jóns bónda á Skiðanesi, en systir hreppstjóra Gisla Arasonar á Hálsi. Hún var af hinni svo nefndu »Hliðarætt«, sem holdsveiki er mjög ættgeng i, eins langt aptur og menn vita. Ásgerður heitin er sú fimmta persóna, sem dáið hefur úr þessari voðasýki hjer i hrepp, síðan jeg kom hingað fyrir fimm árum. Það sýnist tæplega mannúðlegt af stjórn og þjóð, að sýna enga viðleitni á að stemma stigu fyrir þessari hryllilegu sýki, sem hvergi er eins mikið af og hjer á landi.----------- Presturinn var í engum efa lengur. »Það sem helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann.« Sjálfur hafði hann þá gipt son sinn konu af þeirri ætt, sem ákafari holdsveiki hafði ásótt en nokkura aðra ætt á öllu land- iriu. Hann ætlaði að standa á fætur. Hann var í áköfum geðs- hræringum, en varð þá litið á annað blað, sem legið hafði á borð- inu; þar stóð nafn. Hvað var sagt um það nafn? Nafn, sem honum æfinlega hafði þótt svo vænt um, en sem svo mikil und- ur og ráðgáta hafði vafizt um, að hann hafði ekki þolað að heyra það nefnt nú í heilt ár. Yfirlýsingin var á þessa leið: Unnur sál. Sigurðardóttir. Vegna þess að jeg hefi sannspurt, að sumir álíta og eru sannfærð- ir um, að Unnur sál. Sigurðardóttir frá Kálfá, hafi verið af svonefndri »Hlíðarætt«, þá lýsi jeg því hjermeð yfir, að slíkt er með öllu rangt. Hún var af hinni alþekktu »Skeiðarætt«, sem ekkert á skylt við »Hlíð- arættina«. Þessu til sönnunar leyfi jeg mjer að vísa til hjermeð prent- aðra vottorða frá sóknarprestinum í Kirkjubæjarþingum (gefið samkvæmt kirkjubókum þar) og vottorða margra merkra manna, sem staðfest eru af sýslumanninum í ■— sýslu. Breiðabólstað, 18. júlí 18 . . Sigurður Vjesteinsson, (móðurbróðir hinnar látnu).« Það er ómögulegt að lýsa þeim skelfingar kvölum, sem stóðu uppmálaðar á andliti vesalings gamla prestsins. • Hann greip í borð- ið, svo hann ryki ekki um koll. Hann gat ekki sagt neitt. En á hans samanherptu, nábleiku vörum mátti lesa þessi örvinglunarorð: Jeg hefi drepið hana saklausa, saklausa! Nei, ekki jeg! Þjóðin n *

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.