Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Side 12

Eimreiðin - 01.09.1897, Side 12
172 af börnum sínum. Hafði Sigurður því verið alinn upp á sveitar- fje, eins og títt er á Islandi. Fljótt þóttist fólk taka eptir því, að i honum byggi mikið og gott mannsefni. Spáðu ýrnsir, að hann mundi verða mikill rnaður á sinni tíð, og þótti sá spádómur síð- ar vel rætast. Sigurður byrjaði búskap sinn á jörðinni Iðu. Var sú jörð talinn kotjörð og að litlu nýt. En Sigurð þraut hvorki atorku nje íyrirhyggju, svo eptir fárra ára búskap var hann búinn að bæta og nytja jörðina svo ýtarlega, að hún var talin einhver bezta bú- jörðin í Langadalshreppi. Margir viðurkenndu, að þó Sigurður hefði stærsta búið í sveitinni, þá væri það eigi af því, að sumar aðrar stórjarðir gætu ekki borið eins mikla áhöfn eins og Iða; en hitt væri það, að enginn gæti haft eða átt annað eins stórbú og Sigurður bóndi. Þrennt var það, sem auðkenndi Sigurð um fram flesta sam- tíðarmenn hans, og hóf hann i hæsta sess almenningsálitsins. Fyrst það, að hann var duglegri, og forsjálli en allir aðrir. Ann- að það, að hann hjálpaði öllum, sem til hans leituðu, hvort sem það var i stóru eða srnáu. Þriðja það, að hann unni meira ósjer- góðum fjelagsskap, en nokkru öðru. Eptir tveggja ára búskap varð hann hreppstjóri í Langadals- hreppi og hjelt því embætti til dauðadags. Eptir að sýslunefndar- störf og hreppsnefndarsýsl varð að lögum, gegndi hann þeim störf- um með miklum dugnaði og fyrirhyggju og forsjálli heppni alla sina tíð. Þegar hann tók við hreppnum, var hreppurinn með fá- tækustu hreppum landsins. En er Sigurður fjell frá, átti hreppur- inn meiri sjóð, en nokkur annar hreppur á landinu. I hans tíð voru stofnuð fimm fjelög í hreppnum. Var hann formaður þeirra allra, og þrifust þau rnæta vel, þótt samskonar fjelög í næstu hrepp- um gætu með engu móti haldizt við. Sigurður var tvígiptur. Báðar konur hans voru sómakonur, og mat hann þær mikils. Með seinni konu sinni átti hann eina dóttur. Hún hjet Unnur. Móðurætt hennar var á Austurlandi. Sigurður mátti heita ríkur maður, þegar hann tjell frá. Með samráði konu sinnar gaf hann skólasjóði hreppsins einn fjórða af eigum þeirra, og nam sú upphæð 5000 kr. Sigurður varð mjög harmdauði, eigi að eins innanhjeraðs, heldur og fjarsveitis. Hann var víða kunnur og hvervetna á einn veg. Sóknarpresturinn hjelt að góðum og gömlum sið, afarlanga

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.