Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 19

Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 19
179 Hvílík skelfing! Móðir hennar hafði ekki haft kjark til að segja henni frá þessu. Það hlaut að vera voðalegri holdsveiki í hennar ætt en allra annara á landinu. Það var auðheyrt á orðum síra Höskuldar. Já, slikur voði loddi við ætt hennar, að bæði ættingj- ar hennar og óviðkomandi fólk áleit það skyldu sína, að dylja hana þess eins lengi og mögulegt væri. Hún brann af hita, ofsa- hita. Hún varð ákaflega þyrst; en ekkert var við höndina að drekka. — Jú, það var vínflaska þarna á skápnum. Af hendingu haíði prestskonan skilið hana þar eptir fyrir einum eða tveimur dögum. Hún tók hana, hellti í bolla og saup úr honum. Það var kalt vínið; en hana þyrsti samt enn. Hún hellti aptur í boll- ann, þangað til flóði út úr honum, og tæmdi hann svo í botn. — En fyrir eyrum hennar suðaði í sífellu: Holdsveikin, holdsveik- in! Hún fór að hugsa um, hvernig þeir mundu líta út, sem hefðu þessa veiki, — hún hafði aldrei sjeð holdsveikan mann — og dæju úr henni. —• Fyrst þrútnaði hörundið og holdið, menn yrðu blá- rauðir í andliti, vessasafnið yrði mikið, og af því legði brækju- kenndan rotnunarþef. Svo færu að koma sár, boldið að smárotna utan af beinunum, og svo, — og svo — ó! Svo loksins kæmi dauðinn og gleypti herfang sitt, sem hann hefði verið í mörg, mörg ár að níðast á. Já, mörg og löng ár hörmunga og skelf- ingar. Svona hafði það gengið fyrir ættmönnum hennar, — fjölda, fjölda mörgum, flestum ættmönnum hennar. — — Skyldu þeir ekki fylgja henni, — vera þarna allt í kringum hana ? Jú, sjálfsagt. Ó, hvað það var ógnþrungið allt þetta! — En hún sjálf? Já, hún sjálf! Lá þessi veiki fyrir henni eða afkvæmum hennar? Ja, hvað annað. — Það var ekki nema von þó presturinn, já allir hræddust hana. Og fólkið, sem sagði að sjer þætti svo takmarkalaust vænt um hana, og henni var svo vel við! — álitið það svo dæmalaust gott, •— en sig sjálfa svo takmarkalaust lánsama. — Ó, hvað allt já hreint allt gat verið aumt og einkisvirði. — Hún var þó lang — lang vansælust af öllum mönnum. — Hún hafði engan rjett til að •eignast afkvæmi — framlengja þessa ætt. — Ó, það var einmitt það sem presturinn átti við. — — Nei, engan rjett til þess. Þúsund sinnum nei! Hún hafði enga heimild til að leggja þessa ættar- bölvun á skyldan nje óskyldan, — einn eða annan. — En — hafði hún rjett til að lifa? — Rjett til lífsins lengur, — ja, — ja — o-- onei — nei — langt frá! — Tímanleg útskúfun guðs og manna lá á henni, — það var skylda hennar að---------að — gjöra enda á — 12'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.