Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Side 23

Eimreiðin - 01.09.1897, Side 23
i83 það gæti ekki ráðið hálfköruðu máli til lykta á tveim mánuðum ásamt öllu öðru, sem hrúgað er á það. Heíði alþingi verið hald- ið árlega, mundi það þegar hafa sýnt það áþreifanlega í verkinu, að það hefur fullan vilja á að sinna þessu máli. 18'/5- 97- Ritstj. Forn brjef frá íslandi. (Brot af brjefum Ludvig Harboes’ frá Islandi 1741—1742). Um miðbik 18. aldar þótti mönnum sem flest færi aflaga á íslandi. Meðal annars þótti kirkju- og kennslumálum eigi hvað sizt ábótavant i ýmsum greinum. Jón Þorkelsson er skólameistari var i Skálholti á ár- unum 1728—36, fór utan á áliðnu sumri síðasttalið ár og kunngerði stjórninni hverjir vanhagir væru á um þessi tvö mál á landinu. Betta varð til þess, að kirkjumálaráðið danska tók að íhuga kærupósta hans, og komst að þeirri niðurstöðu, að engin vanþörf mundi á að senda mann til Islands til að hyggja nánar að þessu. Var til þeirrar farar kosinn Ludvig Harboe, er um þær mundir var klerkur í Kaupmannahöfn, en síðar Sjálandsbiskup. Til aðstoðar sjer við þetta starf hafði hann Jón skólameistara Porkelsson. Var honum gefið fullt umboð til að rann- saka mál þessi út í yztu æsar og kippa í liðinn því, er honum þætti aflaga fara í þeim efnum. Hann dvaldi á Islandi frá 1741—45 og þótti ærið umsýslusamur. I öndverðu var hann landsmönnum, og einkum klerkum, hvimleiður, því hann fór með ýmsar nýungar, er mönnum gazt eigi að. En með því að maðurinn var heiðurs- og sómamaður hinn mesti, og engum gat dulizt til lengdar, að hann vildi landi og lýð allt hið bezta, þá fór svo á endanum, að hann varð ástsæll öllum lýð. Með því að eigi má ætla, að hann af óvild hafi vikið frá rjettu máli í brjefum þeim, er hann reit kunningjum sinum í Kaupmannahöfn, og brjef hans lýsa ýmsu á þeim tímurn, sem oss májiykja nýstárlegt, þykir eigi ótilhlýðilegt, að birta nokkur brot af þeim í riti þessu. Brjefin eru ritin á Þýzku og eru geymd í Ny Kongel. Saml. Nr. 1670, 4“- á Konungsbókhlöðunni í Kmh.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.