Eimreiðin - 01.09.1897, Page 25
i85
veri'ð, að íslendingum hefði þótt það herramanns matur, en fáum Dön-
sm mundi hafa fallið hann vel i geð. Fyrst var borið fram te, en
bollarnir voru svo útlöðraðir, að ómögulegt var að taka á þeim. Pví
næst var borið fram eitt glas af víni, er komið hafði til Islands fyrir
3 árum, og var súrt eins og edik. Pvi næst var maturinn fram reiddur,
og átti fyrsti rjetturinn að vera einhvers konar mjólkurmatur, en hann
var svo nauðaólystugur, að jeg varð að neyða honum ofan í mig.
Fólkið vildi hella víni út á, en það var mjer með öllu ómögulegt.
Næsti rjetturinn var ketsúpa, og var ekki nóg með að hún væri fjarska-
lega feit, heldur var hún einnig full af hárum. Loks var borinn inn á
fati heill köstur af börðum fiski, og súrt smjer á milli laga. Jeg hef
getið um þetta i þvi skyni að gefa ofurlitla hugmynd um, hvernig
höfðingjarnir á Islandi taka á móti gestum. Stofur þær, sem jeg hef
kosið mjer til handa, eru svo ljelegar, að mjer er nær að halda að þær
tnegi betri finna jafnvel hjá hinum fátækasta bónda i Danmörku.
Að þvi er snertir Jón skólameistara, þá er jeg hræddur um að spá-
dómar mínir ætli að rætast, þótt jeg* vildi óska að svo væri eigi. I
fyrsta lagi ljek mjer grunur á, að hann mundi, ef Guð lofar mjer ein-
hverntima að komast heim aptur, verða hinn bitrasti fjandmaðnr minn
og ákærandi, og í öðru lagi, að mjer dags daglega verði skapraun að
honum, með þvi skapferli okkar er eins ólikt eins og dagur og nótt.
Aðallífsregla hans er í því innifalin, að beita harðindum og ofstopa við
alþýðu. Hann hvetur mig til að koma fram í einum svip með allar
minar skipanir — sem honum eigi síður en öðrum er með öilu ókunn-
ugt um — og keyra þær fram með harðri hendi. Hann taunglast á þvi
daglega, að jeg megi til að ganga fram imperiose agendo (vægðar-
laust). Fari svo að jeg gripi fram i fyrir honum og setji honum fyrir
sjónir, að þetta með engu móti geti samrýmst kristilegum kærleika,
þá getur hann ekki betur stýrt geði sinu en svo, að hann hleypur burt
i fússi. Guð styrki mig í umgengi minni við hann, þvi jeg ber þung-
ar áhyggjur i því efni. Hvað eina, sem menn gera, jafnvel hið allra
saklausasta, leggur hann út á versta veg, og talar um allt og alla rjett
eins og áttunda boðorðið væri ekki til í kverinu hans. Pað er varla
hægt að lýsa hatri því, sem fólkið hjerna í nágrenninu ber til hans, og
svo er helzt að heyra á orðum fátæklinga, að þeim leiki grunur á, að
hann af öfund og hroka leggi ráð upp á móti þeim. Tíminn verður
að sýna, hvort þetta ekki verður öllum vorum fyrirætlunum að ásteyt-
ingarsteini Jeg vildi óska þess, að Guð af náð sinni komi i veg fyrir
þetta og gefi mjer skyn til að fara að öllu rjett, svo jeg megi vinna
hylli þjóðarinnar og stuðla til þess, að Kirkjuráðið megi ná hinum lofs-
verða tilgangi sinum. Hve innilega óska jeg þess ekki, að byrði þeirri,
er nú hvilir á hjarta minu i þessu efni, megi vera afljett á næstkomandi
ári, þegar jeg á að standa reikningsskap minnar ráðsmennsku fyrir kirkju-
ráðinu. — Jeg hef fengið brjef frá Halldóri Brynjólfssyni,1 og býðst hann
1 Halldór Brj'njólfsson var um þessar mundir prestur á Staðarstað, en varð
síðar biskup á Hólum.