Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 29
189
málið sje svo auðugt að orðum, að 5 — 6 eða fleiri orð sjeu til yfir
einn hlut, heldur er það jafnframt fullt af undantekningum. Jeg þykist
þvi hólpinn, ef jeg nokkurn tírna kemst svo langt, að jeg geli skilið það
og lesið skammlaust.
Svo framarlega sem mjer tekst að koma nokkurnveginn röð og
reglu á í þessu biskupsdæmi á næstkomandi ári, og get rekið enda-
hnútinn á starf mitt á eptirfylgjandi vori, þá sje jeg eigi að neitt geti
verið því til fyrirstöðu, að jeg þá þegar fari til Skálholts, því ef jeg ætti
að dvelja 2 ár á Hólum, þá mundi mjer veita örðugt að koma öllu í
kring í hinu biskupsdæminu á einu ári. 9. okt. næstkomandi eiga erf-
ingjarnir að selja biskupsstólinn af hendi. Amtmaðurinn hefur skipað
4 sýslumenn til að taka við staðnum, og eiga þeir um leið að gera
ráðstafanir til þess, að staðarhúsin verði bætt, þvi þau eru mjög niður-
nídd. Þegar það er afstaðið, vona jeg að jeg verði leystur úr fanga-
klefa þeim, sem jeg hingað til hef verið í. Jeg hef hingað til haft að-
setur í prentsmiðjunni og bý þar í ofurlítilli stofu, sem er mjög gisin,
og næðir þar úr öllum áttum. Hún er 6 fet á breidd og ofurlítið lengri.
Fyrir framan^ dyrnar er klefi, sem eldabuskan ríkir í og geymir hún þar
áhöld sin. I stofunni er moldargólf, og á hverjum morgni er hún full
af kafi. Hversu hentug hún sje til bókiðna, geta menn gert sjer í hug-
arlund. I dag, þegar jeg skrifa þetta, er hörkufrost og svo mikil fann-
fergja, að naumlega er hægt að komast út úr húsum.
Hólum 3. okt. 1841,
III.
----------Eins og jeg á ferðinni komst að raun um handleiðslu
Drottins, þannig verð jeg að þakka það hinni óviðjafnanlegu náð hans,,
að jeg hingað til eigi hef kennt mjer neins meins eptir landtöku mina.
Aður en jeg kom til Islands, barst sú flugufregn um land allt, að i
ráði væri að senda útlendan biskup til landsins, og ætti hann að kúga
landsmenn til að taka heiðna trú. Sumir báru söguna þannig, að jeg
ætti að setja innsigli á ennið á öllum þeim, er eigi vildu aðhyllast skoð-
anir mmar, og enn aðrir báru það í menn, að jeg ætti að innleiða nýja
trú. Ut af öllu þessu hefur alþýða manna komizt i mestu vandræði, og
vita menn eigi hverju þeir eiga að trúa eða hvað þeir eiga að ætla um
mig. Margir hafa innt kaupmennina eptir, hvort jeg væri Lúterskur
o. s. frv. Jeg skeyti þessu engu, en bið Guð þess eins, að hann vilji
gera mig hæfan til að framkvæma starf það, sem mjer hefur verið á
hendur falið, þvi það veit jeg, að þar sem Djöfullinn uggir sjer ills, þar
ólmast hann. Að öðru leyti sje jeg slíka ejrðimörk fyrir mjer, að jeg
mundi yfirbugast af kvíða, ef jeg eigi væri 'fullviss um, að Guð, sem
hefur kallað mig til þessa starfs, mun sýna mátt sinn í vanmætti min-
um. Svo er til ætlast, að lærisveinar þeir, er njóta tilsagnar i skólan-
um hjerna, síðar meir verði lærifeður þjóðarinnar, en skólinn er eins og
akur, sem kominn er i órækt. Það væri sára mikil þörf á betri kenn-
urum til að leiða æskulýðinn í skólunum, en það mun leit á þeim hjer.