Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 37

Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 37
197 Svo engdust þeir saman í kuðung, nístu jöxlunum og ásjón- urnar afmynduðust af krampakenndum grimdarflogum, sem drógu andlitsvöðvana sundur og saman. Þeir stukku fram—: rjetturinn var settur, og það var hnefinn, sem skar úr. Glóðaraugum og kjaptshöggum ringdi niður og það sá ekki handaskil fyrir fótasparki og olnbogaskotum. Op og óhljóð, ragn og formælingar bergmáluðu nú í fjöllun- um. Þeir gættu þess ekki, að sólin renndi sjer á flugaferð afbraut sinni niður að hafinu — niður að svörtum illveðursbakka, sem yppti öxlum móti himninum; þeir tóku ekki eptir hávaðaþytn- um, sem barst frá ströndinni. En það var reyndar sogandi brim- gnýr í fjarska. Síðann barst leikurinn inn í húsin. Það var Alfaðir, sem sendi konuna í mannheim. Hann vildi vita, hve fimlega mönnum tækist, að skylmast við freisiinguna og hverjum veitti betur. Nú var sú gáta ráðin: ráðningin var glögg og greinileg. Hann sá, að maðurinn var eigi verðugur þeirra gæða, sem hann hafði notið. Hann sá, að maðurinn var að eðlis- fari höggormur og hákarl. Og augu hans leiptruðu eins og stjörnur á heiðríkri vetrar- nóttu. — Hann seildist með annari hendinni niður í undirdjúpin, leysti storminn og þokuna úr fjötrum, og benti þeim á landið, þar sem mennirnir bjuggu. Hina hendina rjetti hann út í geiminn, lauk upp kistunni, sem dauðinn var geymdur í og ljet hann lausan. Og frá þeirri stundu hefir dauðinn leikið lausum hala, og ráð- ið ferðum sínum og gerðum. Það hefir ekki raskað ferðaáætlun hans, þótt stjórnirnar hafi gefið út samgöngubann. Læknunum hefir aldrei tekizt að stinga honum svefnþorn, hversu, íjölkunnugir, sem þeir hafa verið í list sinni. Og þótt prestarnir hafi þeytt að honum hrossabrestinn, hefir hann haldið leiðar sinnar eptir sem áður. Það hefir einungis heyrzt meira til hans og meiri ógn stað- ið af komu hans, en ella myndi verið hafa. En í sama bili dró skugga yfir landið, því sólin gekk nú und- ir — í fyrsta sinn. Hin fyrsta nótt reis nú á fætur og steig risa-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.