Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Síða 39

Eimreiðin - 01.09.1897, Síða 39
i99 in og ávextir urðu fágæt; mjólkur og hunangs varð að afla með erfiði. En það sem verst var: gullið var horfið af yfirborði jarð- arinnar og falið undir þykkum aurskriðum, sem árnar höfðu bor- ið fram í vextinum. Síðan hafa engir náð í þennan málm, nema refir, úlfar og svo nagdýrin. Ollum þessum ókjörum fylgdu bardagar og blóðsúthellingar. Feður og synir tóku nú að berast á banaspjótum — út af konunni fögru. Sifjaspell og hórdómur urðu daglegir atburðir. Bardögunum og morðunum fylgdi sigur einstaklinga og ósig- ur einstaklinga. Sigrinum fylgdi drottinvald og einveldisharðstjórn. Þaðan eru konungar komnir og allir yfirmenn. Ósigrinum fylgdi þrælsánauð og ótti við hnefarjettinn. Þaðan eru komnir þrælar og undirlægjur; og þar með var stjettaskipunin komin á, sem síð- an hefir varað allt til þessa dags. Og frá þessari stundu hafa axarkjaptar og vígtennur ráðið lög- um og lofum á jarðríki, og ranghverfan snúið upp á gjörvallri voð hinnar sýnilegu tilveru. Síðan konan kom í mannheim hefir guð aldrei talað við nokkurn mann á jarðríki — ekki eitt orð. Guðmundur Friðjónsson. * * Þótt vjer sjeum alls eigi ánægðir með sumt í þessari grein, eru þó svo mikil tilþrif í henni og málið svo gott og kjamyrt, að vjer höfum eigi viljað synja hinum unga og efnilega höfundi hennar um rúm fyrir hana í riti voru. EIMREIÐIN vill styðja unga höfunda og ljá þeim rúm, þó ekki sje allt sem fullkomnast, — ef það er ljóst, að einhver efniviður er í þeim. Og að góður efniviður sje í Guðmundi Friðjánssyni, um það erum vjer í engum vafa. Það þarf að eins að hefla hann og fága, því hann er enn að mestu leyti eins og hann hefur vaxið í skóginum, og því eðlilega nokkuð kvistóttur. Sumt af því, sem þegar hefur birzt eptir G. Fr. (einkum sum kvæði) eru full sönnun fyrir því, að maðurinn er skdld — betra skáld en almennt gerist. Og málið sem hann ritar, er svo kröftugt og rammislenzkt, að fár eða enginn mun berur gera núlifandi manna. En ekki verður það varið, að það er ekki ætíð sem smekklegast nje laust við tilgerð, eins og einurð hans og þor stundum fær á sig nokkurs konar gleiðgosablæ. Ættu íslenzkar bókmenntir einhvern Mœcenas, þá mundi hann varla iðra þess, þó hann verði nokkrum hundruðum króna til þess, að gefa þessum unga höfundi tækifæri á að stækka dálítið sjóndeidarhring sinn og hefla sig. Mætti þá svo fara, að úr »den grimme ælling«, sem G. Fr. nú mun álitinn af sumum, yrði — svanur. RlTSTf.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.