Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Side 52

Eimreiðin - 01.09.1897, Side 52
212 er frændur vakna og landslýður líkist feðrum. Fram, fram, frændur! til friðar dáða, rjettið hvað rangt er, reisið hið fallna, byggið og bætið böl með vizku, gjörið verk sem vara unz veröld eyðist! Jólanóttin. (Eptir Wergelani). Hvern skyldi gruna það ógnarveður — utan þeir sem muna — þann byl, er var sem allur ára fans og fyrirdæmdir formælt hefðu og rótað fallinni jörðu, hamazt, bölvað, blótað . . . þann byl hvers voða öld eptir öld i minni lætur loða . . . því sjerhver hugði: hann mun sendur mjer og minnar vonzku vegna vill Drottins heipt oss hegna og á oss senda þenna heljarher . . . þann byl, sem kennt gat klerki að trúa á nafn þitt Þrumu-Þór inn sterki, því enn þin reiðin rymur og hátt í hlustum ymur með ógnum ramra regingoða . . . þann byl er hristi svo hug og sál, að megn og rænu misti, — og hverjum manni heyrðist nefnt sitt nafn af ógnarár, sem eyrun skar og risti

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.