Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 58
2l8
alla heima gegnum smjúga,
tjóðraður í tunnubandi . . .
Opt á betri Indíáninn
æfikjörin meðal sinna,
blökkumenn og móríáninn
milli svartra og rauðra skinna;
þeirra skáld er þeirra prestur,
þekkist úr sem heiðursgestur,
á sjer gamma girtan pálma,
galdra hans og töfrasálma
nemur þjóð, hlustar hljóð,
lærir orðin, og er storðin
geymir hold ins mikla manns,
hinum ungu öll á tungu
lifa og dafna ljóðin hans.
Og þó —• skyldu skáldsins orð —
skyldi ljóssins funaflóðið,
fjörugra en hjartablóðið,
sporlaust fljóta fyrir borð? —
vera eitt í víðum geymi,
vera eitt í Drottins heimi,
vígt og dæmt að deyja á storð? . .
upp með huga, hjarta og mál
hrópi Guð í þinni sál,
vilji’ hann út úr dauðans doða
draga nýjan morgunroða, —
upp! ef færð með einum gómi
óðarstrenginn snert svo hljómi,
enda þótt sjert einn í tómi!
því þótt fólkið þitt sje fátt,
þungt og heimskt og fallið látt,
þá mun lifna eyra og eyra
óðinn þinn að heyra —• heyra.
Loks í kringum ljóðaþing
lítinn sjerðu standa hring.
Það er nóg,