Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 61

Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 61
221 ekki annað en að lítilfjörlegur veikindablær bljesi um það, svo að það lægi fallið í moldunni til þess að fúna þar og rotna. »En hvernig ertu, mamma mín? Hvernig líður þjer?« »Jeg er blind — alveg blind á báðum augum!« »Ó, guð hjálpi þjer, mamma mín!« sagði jeg, um leið og jeg vafði hana upp að mjer, og lagði hana undir vanga minn; mjer þröngdi um andrúm og kom grátstafur í kverkar. »Já, jeg var búin að vera lengi slæm og viðkvæm í augun- um, eins og þú manst. Svo fórst þú, og þú komst ekki aptur á þeim tíma, sem von var á. Svo liðu langar stundir; jeg gat ekki sofið á nóttunni, og alltaf versnaði mjer í augunum, og mjer fannst á hverjum morgni, er jeg kom út og horfði fram eptir dalnum, hvort þú sæist ekki — mjer fannst mjer hnigna meir og meir með sjónina, sá alltaf skemmra og skemmra fram i dalinn. Svo var það í lok túnasláttar, er jeg sat sunnan undir veggnum, einmitt þar sem jeg sat núna, að jeg sá djarfa fyrir manni, sem reið sunnan melinn. Heiðríkt var og kyrt, og sólin í hádegisstað, rjett yfir hlíðinni, og stafaði niður á vatnið, rifið og tjörnina. Svo þegar maðurinn kom á rifið þá átti jeg erfitt með að greina hann í sólargeislanum; jeg njeri á mjer augun og rýndi og rýndi, en sá hann alltaf ver og ver, og mjer fannst sem smámsaman skyggði að. Mjer datt í hug, að ský eða bliku mundi vera að draga fyrir, og leit upp; það var ekki. Jeg sá sólina; en sú birta! en sú stærð! Var sem hún allt i einu breiddist út yfir helming himinsins, og.jeg fjekk óþolandi sviðasting í bæði augun, svo jeg greip báðum höndurn fyrir þau. Stinginn lagði um allt höfuðið, og er hann rjenaði, leit jeg upp; en þá sá jeg hvorki sólina nje loptið; hliðin og vatnið var horfið, maðurinn, rifið og tjörnin; og bæinn og sjálfa mig sá jeg ekki heldur. Allt var niðamyrkur. Jeg var orðin steinblind!« Jeg virti enn þá fyrir mjer þetta hrukkótta, föla og kinnfiska- sogna andlit, þessi sjötnuðu augu, þenna bogna líkama og óstyrka limaburð, og jeg átti erfitt með að halda grátinum niðri. »Þú hefir sjálfsagt líka verið ósköp vesöl í sumar, mamrna; þú ert svo óstyrk og vesaldarleg.« »Já jeg hefi verið það; jeg lá nærri því mánuð í brjóstveiki og þyngslum. Svo ljetti mjer aptur, og jeg hefi vafrað ofan og út núna nokkra síðustu dagana. Veðrið hefir verið svo gott. Blessuð sólin hefir vermt mig og hendurnar á mjer, svo þær hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.