Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Síða 63

Eimreiðin - 01.09.1897, Síða 63
223 þykka gráa, snjóskýjabólstra, og herpingsgola næddi norðan dalinn. Snjótitlingahópur var að róta í snjónum sunnan undir bæn- um, þar sem biðukollurnar höfðu staðið daginn áður. Jeg leit inn um gluggann á skálaþilinu. Þar inni fyrir sá í Ijósleitan ströngul, sem svaraði smáum kvennmanni að lengd og gildleika. Lá hann þar á fjöl, sem lögð hafði verið milli tveggja kistna. Þetta var lík mömmu minnar, vafið innan í forna og gulnaða rekkjuvoð. Hún hafði dáið urn nóttina, skömmu fyrir dögunina.--------------- Aptur kemur sumar og sunnanvindur og sólinskin og viður- inn blómgast í hlíðinni og mónum; af vötnunum leysir allan ís- inn að vori, túnin grænka og glóa af fíflum og blómstrum. En í brjósti þínu vorar ekki aptur, og aldrei leysir þjer dauðaglíuna úr augurn, og gráa hárið þitt fær eigi lit sinn framar! / P X-augað. (Smásaga eptir Charles Recolin). I fulla viku hafði Corneliusi Schwanthaler lækni ekki komið dúr á auga. En það ræður og að líkindum, að það að hafa upp- götvað vökva með þeim kyngikrafti, er gjörði augun móttækileg fyrir Röntgens-geislanægði til að trufla næturró fyrir ungum og metorðagjörnum vísindamanni. Því verður heldur ekki neitað, að hann var svo hugfanginn af hinni einkennilegu uppgötvun sinni, að hann hafði jafnvel hennar vegna gleymt hinni Ijóshærðu mey, er fyrir fáurn dögum hafði heitið honum hug og hjarta. Svo gjörsamlega geta vísindin gagntekið hug sinna þjóna! En var hann nú fullviss um að hann drægi ekki sjálfan sig á tálar? Sáu nú öll þessi marsvín, er hann hafði spýtt þessum nýja vökva inn í, í raun og veru gegnum hið ytra gervi og inn í kjarna hlut- anna? Hafði hann ekki blátt áfram komið ruglingi á heilann í þeim með því að breyta sjónarfærum þeirra? Það var alls ekki ólíklegt. Og Schwanthaler læknir hjelt því kostgæfilega áfram að athuga marsvínin. 1 Sjá Eimr. II. bls. 72.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.