Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Side 66

Eimreiðin - 01.09.1897, Side 66
226' þreif sárakannann, stakk honum tafarlaust inn í iíkania sjúklings- ins og dró kúluna út. »Sjáið þið til!« sagði hann rólega er starfsbræður hans kölluðu upp yfir sig af undrun. Nú var komið með fleiri sjúklinga, og í hvert skipti sagði Schwanthaler læknir eptir augnabliks athugun skýrt og skorinort, hvar sjúkdómurinn var. Hann skar burt krabbamein, skóf bein og dró út nálar. Reyndar dóu því nær allir sjúklingarnir, en þeir höfðu notið aðdáanlegrar læknislistar. »En það auga!« sögðu starfs- bræður hans með undrun og afbrýði. A einum einasta degi hafði Cornelius Schwanthaler skarað fram úr öllum snillingum aldar- innar í handlæknislist. % * * Lúinn eptir árdegisverkin lá Schwanthaler læknir í legubekkn- um og naut sigurfarar sinnar. Eegar hann kom heim, tjekk hann brjef frá unnustu sinni, ofur viðkvæmt, og setti hún ákaft ofan í við hann fyrir þögli hans, og bað hann í öllUm bænum að finna sig daginn eptir niður á fljótsbakkann. En hann las brjefið með kæruleysi, það lá við að honum leiddist það. Allt um það elsk- aði hann Margrjeti sina með gulbjarta hárið, dökkbláu, yndislegu augun og spengilega limalagið, er minnti á grannvaxna lilju. En á þessari stundu var hann gagntekinn af þótta yfir frægð þeirri, er vísindin höfðu látið honum falla í skaut. Ástin fölnaði fyrir morgunroða frægðar hans, eins og síðasta stjarna næturinnar fyrir geisladýrð upprennandi sólar. Hann fann hjá sjer þörf til að baða sig í fyrstu geislum þessarar nýju frægðar, og er hann minntist þess, að einmitt þetta kvöld var dansleikur hjá borgarstjóranum, rjeði hann þegar af að fara þangað. Það gat ekki hjá því farið að orðrómurinn urn snild hans í handlæknislistinni hefði flogið eins og eldur í sinu um þvera og endilanga borgina. Reyndar hafði hann viðbjóð á mannfundum, einkum dansleik; en hann var nokkurs konar heimspekingur. Hann sá í hendi sjer, að auk ánægjunnar af að heyra sjálfum sjer hrósað, mundi hann fá ágætt tækifæri til að láta Röntgens-auga sitt dvelja við daður og hjegóma- skap kvennþjóðarinnar. Honum var fullljóst, hvílíkt gagn læknis- listin mundi hafa af uppgötvun hans; en hann langaði líka til að sjá deginum ljósara það gagn, er sálarfræðin hlyti af henni. I tæka tíð fór hann i kjólinn, dró upp hvíta hanzka og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.