Eimreiðin - 01.09.1897, Blaðsíða 67
227
skálmaði af stað til borgarstjórans; á leiðinni raulaði hann fyrir
munni sjer þessi orð franska skáldsins:
»Innan undir ekkert
utan beinagrind!«
❖ *
❖
Þegar hann gekk inn í salinn, stóð dansinn sem hæst. Menn
þyrptust þegar utan um hann, óskuðn honum til hamingju og
spurðu hann spjörunum úr, og hann baðaði sig í sólskini ham-
ingjunnar. En svo þegar nýr dans var hafinn og þyrpingin um-
hverfis hann tvistraðist, settist hann út í horn, lokaði hægra auganu,
tók gleraugað frá hinu vinstra og tók nú að virða lífið fyrir sjer.
Það, sem fyrir augun bar, var í sannleika einkennilegt og vel
þess vert að lærisveinn Schopenhauers kynnti sjer það kostgæfi-
lega. Dökkar beinagrindur hneigðu sig, heilsuðust, stóðu hnakka-
kertar, trítluðu fram og aptur, tildruðu sjer til, lögðu arminn
hver utan um aðra, tvær og tvær, með þvílíkri áfergju, að
svo leit út sem þær ætluðu að fljetta rifin saman; það fórst
þó fyrir sakir hinnar hlaupkenndu slæðu er á milli lá, líkt og
læknirinn hafði sjeð á gömlu bústýrunni sinni, en það var eins
og holdið, vaxtarlagið og fegurðin væri horfið í töfraljósi þessara
hlífðarlausu geisla. Skrautið og gimsteinarnir var hið eina, er
ekki sá í gegnum og hin hvumleiða sjón varð enn ömurlegri af
því hinar dansandi beinagrindur báru ljómandi gimsteina um háls-
inn og gullna hringi um handleggina.
Allt í einu kom nokkuð fyrir, er dró athygli læknisins enn
fastar að sjer. Hann hafði komið auga á tvær beinagrindur, er
skutust í leyni bak við pálmasvalirnar. Bak við hin gagnsæju
blöð sá hann tvo skolta, tvo tanngarða, tvö snubbótt nef og tvær
hauskúpur með holum augnatóptum, er þokuðust saman hægt og
blíðlega og kysstust löngum rembingskossi! Hin kýmniblandna
ró læknisins hvarf með öllu; hann stóðst ekki lengur mátið og
læddist burt í þungu skapi.
Það kom að litlu haldi, þótt hann reyndi að telja sjer trú um
og stagast á því með sjálfum sjer, að vísindin mega ekki þoka
fyrir neinu, að sannleikurinn á að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru
í heiminum. »Ja, en kærleikurinn!« Hann háttaði, svaf illa,
var troðinn möru og vaknaði daginn eptir með óþolandi höfuðverk.
* *
*
15*