Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 68
228 Hann gekk út á þjóðveginn. Hinn svali vormorgun hafði hfessandi áhrif á hann, og honum varð rórra í geði. Nú hafði hann þó að minnsta kosti annað augað eptir, og það auga gat enn notið hinnar táldrægu sjónarvillu; það auga var nóg handa kær- leikanum. Það var aðeins um að gjöra, að nota Röntgens-augað á rjettri stund og stað. Hann gat þannig haft augun til tvískipt- anna: notað annað í þjónustu vísindanna, en hitt í þjónustu lífsins. Er lækninum þannig var orðið rólegra innanbrjósts, opnaði hann vinstra augað til að sjá, hvernig náttúran liti út, þegar horft væri á hana með ófangnu auga. Honum brugðust beztu vonir hraparlega. Trjen stóðu rifjuð og litalaus, líkust margörmuðum smokkfiskum. Við og við þustu litlar, svartar fuglabeinagrindur af hinum gráu greinum og flögruðu brott. Þetta var eina lífs- markið, sem augað eygði; að öðru leyti var landið að sjá sem helstirð eyðimörk. Hann tyllti sjer á litla þúfu niður á fljótsbakkanum; hann var aptur orðinn órólegur; því að enginn hættir að vera maður, þótt sprenglærður verði. »Ja, nei, nei,« hugsaði hann með sjer, »sannleikurinn er ekki fagur, alls ekki fagur. En það er nú samt með þessum augum að hin æzta vera sjer hlutina.« Umhverfis hann virtist allt syngja. Lág, niðandi hljóð, þruskið í grasstráunum og laufblöðunum og suða hinna síiðandi smákvik- inda blandaðist undarlega sarnan við hvellar, hljómskærar raddir þúsund kvakandi vorfugla. Það var yndisfagurt samræmi í hljóm- um, litskrúði og angan. Og það leit svo út sem smáblómin teygðu krónurnar í áttina til hins hugsandi læknis og hvísluðu: »Líttu á, læknir! erum við ekki falleg! A hverju stendur það, hvaða nöfn þið gefið okkur þegar við liggjum þurkuð á jurtasöfnum, eða hvað kemur ykkur innri bygging okkar og líf við? Guð hefur skapað okkur mönnunum til gleði en ekki til lærdóms.« Og trjen virt- ust segja, en hærra: »Schwanthaler, Schwanthaler, hvi dregur þú sjálfan þig á tálar? Við erum sköpuð hreiðrum fuglanna til skýlis og til að bægja forvitnum augum frá titrandi kossum elskendanna.« Og vorvindurinn þaut yfir laufblöðin, og það hvein óþolinmóð- lega í þeim, þau skulfu af reiði og æptu: »Schwanthaler, Schwan- thaler, lærdómur þinn steypir þjer í óhamingju!« Hann hóf höfuð sitt svo sem hann vildi bjóða bölvun nátt- úrunnar byrginn. Og er hann kom þar, sem vegurinn beygði út
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.