Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 71

Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 71
231 Hjer er hvorki rúm til þess að fara mjög út í rannsókn á bókinni, enda heldur ekki löngun til þess að finna að henni; vjer erum þess fullvissir — og höfum þótzt geta sannfærzt um það —, að þar muni vera flest þau orð úr dönsku máli, sem taka þurfi og nokkur von sje til, að leitað muni verða að í bókinni. Annars mun notkun hennar bezt skera úr, hvort svo muni ekki vera. Það sem þar næst ríður mest á, er að þýðingarnar sjeu góðar, rjettar og við- feldnar. í formálanum er gefið í skyn, hvemig orðin, sem eiga að svara þeim dönsku, sjeu tilfundin; það hefur t. a. m. verið farið í Fritzners orðabók og orð góð og gömul tínd úr henni, þar sem við þótti eiga. Það teljum vjer hyggi- lega gert og kost á bókinni. Með því móti hafa fengizt »góð og gömul gull- aldarorð,« sem vert er að vekja upp til nýs lífs. En jeg hef einstöku sinnum rekið mig á, að gömlu þýðingarinnar í orðinu hefur ekki verið gætt sem skjddi; »ordholden« er t. d. þýtt með »haldinorðr,« en þetta orð merkir allt annað, nfl. »þögull;« má það telja mjög misráðið, að leggja nýja bót á gamalt fat á þann veg. Annar höfuðkostur er sá, að hvervetna er leitazt við að þýða orð með orði, en ekki með skýringargrein (»það að . . .«); að þvf leyti tekur bók- in fram orðabók Konráðs, sem annars er svo ágæt. Þessi viðleitni hefur haft það í för með sjer, að þeir, sem um hafa fjallað, hafa opt orðið að búa til orð, og má þar um auðvitað segja, að stundum er misjafn sauður í mörgu fje, enda er kannast við, að svo kunni vera i formálanum. Hjer segir meðal annars, að nýyrði verði ekki hnekkt, þótt Pjetur eða Páll segist »ekki kunna við það.« Þetta er nú ekki alveg rjett; Pjetur og Páll geta furðu fljótt fundið, hvaða orð eru viðfeldin og viðkunnanleg, og þegar nýyrðin, sum hver, »falla í gegn,« er það einmitt af því, að Pjetri og Páli geðjast þau ekki; en þeir herrar eru hjer einmitt fulltrúar alþýðlegs smekks. Þessvegna væri æskilegt að þeir, sem eiga að fjalla um eða undirbúa 2. útgáfu, sem sjálfsagt mun koma á sínum tíma tækju eptir því, sem Pjetur og Páll finna að, og styngju því hjá sjer. Það er auðvitað, að í svo efnisríkri bók, er á að vera svo ódýr er framast má verða, verður að skipa efninu sem haganlegast; þetta hefur verið gert; orð, sem eru samsett með sama orðinu, eru sett í eina grein, og eru þó auð- fundin. Eins er opt farið með orð, sem eiga ekki annað skylt, en að þau byrja með sömu samstöfu; eru því stundum orð sett saman í flokk á kátlegasta hátt, og mun Pjetri eða Páli ekki þykja það alls kostar viðfeldið, t. d. Syn-kretisme og Syn-kronisme; því ekki flest þau orð i einni bendu, sem hefjast með Syn-7)\ en neitt stórlýti er þetta þó ekki. Um leið og vjer þökkum aðalhöfundinum starf sitt og þeim öðrum, sem um bókina hafa fjallað, óskurn vjer henni góðra viðtekta og langra lífdaga. Khöfn 27. maí 1897. Finnur Jónsson. II EPIC AND ROMANCE. Ritgerðir um bókmenntir miðaldanna. Eptir W. P. Ker, prófessor í ensku við University College, London. Lundúnum, Macmillan, 1897; XX +451 bls. Höfundur þessa rits héfur unnið hið mesta þrekvirki. Hann dæmir, gefur yfirlit yfir og ber saman allt hið einkennilegasta og bezta í bókmenntum miðald-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.