Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Page 72

Eimreiðin - 01.09.1897, Page 72
232 anna á Englandi, Þýzkalandi, Frakklandi, Norðurlöndum og íslandi fram á þrett ándu og fjórtándu öld. Enginn gat færst slíkt í fang nema maður gagnkunnugut í þúsundum af fornritum þessara landa, enda er óhætt að segja að ekki er komið að tómum kofunum þar sem höfundurinn er. Hann segir fyrst frá episkum og rómantiskum kveðskap og rithætti og flokkar síðan efnið í þrennt. I. kafli: Tevtónsk söguljóð, en þau skiptast aptur í vestræn (ensk og þýzk) og norræn söguljóð. Vestræn ljóð eru eins og vatnsmikil, lygn, straumþung á, með grynningum og sandleðju, en norræn ljóð (Eddukvæðin) eru eins og hvít- fyssandi jökulvatn, sem brýst fram gegnum kletta og klungur, fram af hömrum og hengiflugi, ofan fjallshlíðar og djúpa dali þangað til hafið tekur við. Mjög fróðlegur er samanburður höfundar á Oddrúnargrát, Atlakviðu og Atlamálum, og meðferð þeirra á sama efni. Hann sýnir t. d. hvernig munurinn á Atlakviðu og Atlamálum er ltkur og munurinn á Aiskylos og Euripides, þó að segja megi að í Atlamálum hafi hinn norræni »episki« skáldskapur notið sín bezt. Róman- tíkin kemur aptur fram í Helgakviðu Hundingsbana og ljóðum Hervarar á Sámsey. Gagnrýni og skarpskygni höfundar lýsir sjer í þessum kafla, en þó tekst honum enn betur upp í næsta kafla, um sögurnar. • II. kafli. Sögurnar eru líka »episkar«, þó þær sjeu í óbundun máli, en hetj- umar í þeim eru lifandi menn og þó að Kjartan Olafsspn og Gunnar á Hlíðar- enda standi fyrir hugskotssjónum söguritarans, eins og Rollant og Holgeir danski, á sínum stað og tíma, þá lætur hann það alls ekki uppi, en gerir þá að mennsk- um mönnum með kostum og lýtum, og lætur rás viðburðanna renna áfram eins og góður reiðmaður, sem kann að halda í taumana, hvað ijörugur sem reið- skjótinn er. ímyndunaraflið getur ekki leikið sjer í sögunum eins og í Eddukvæðunum, en er samt þar fyrir undir niðri eins og undiralda, sem sjaldan kemur upp í yfirborðið. Laxdæla er t. d. Niflungakviða í óbundun máli. Kjartan er Sigurður Fofnisbani, og Guðrún Usvífursdóttir eggjar Bolla að reka harma sinna á honum eins og Brynhildur eggjar Gunnar að vega Sigurð. Guðrún mælir líkum orðum og Brynhildur, þegar Bolli segir henni vígið. I Gísla sögu Súrssonar hefur skáldið líka Niflunga í huga sjer, er hann lætur Gísla bera Þórdísi, systur sína, saman við Guðrúnu Gjúkadóttur. Bræður beggja höfðu vegið menn þeirra: Gat að sólfastrar systir sveigar mín at eiga gætin Gjúka dóttur, Guðrúnar hugtúni. Söguskáldið lætur atburðina og persónurnar færast yfir leiksviðið, látlaust og tildurlaust. Allt gumið og mælgin í öðrum miðaldaritum, öll hin viknandi viðkvæmni í forneskjukvæðunum er sorfið burtu af list, sem er eins fullkomin, að sínu leyti, og sú er Aristoteles kenndi. Einstöku sinnum, þegar mikið liggur við, sýnir skáldið með fáeinum orðum allan þann ótta og voða, hret'sti og hörku, ástartryggð og tregrof, sem býr í hugskotsdjúpi karlhetju eða kvennhetju. Shake- speare einum hefur tekizt að magna orð málsins og ljá þeim slíkt töfravald, og söguskáldin. Höfundur álitur, að Björn að baki Kára í Njálu og Bandamannasaga sje jafnágætt í sinni röð og alvaran í hinum sögunum og telur Bandamannasögu hina fyrstu »modeme comedíu« í Evrópu. I sögunum er gaman og alvara lífsins

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.