Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Side 73

Eimreiðin - 01.09.1897, Side 73
233 tvinnað saman, svo þær verða aldrei hjárænulegar eins og önnur miðaldarit Söguskáldið segir frá því, sem fyrir augun ber, fyrst í þeirri röð sem það verður og skeður og sýnist, en síðan færist það nær og verður skýrara og ljósara. Til dæmis í Þorgilssögu í Sturlungu, þegar þeir Bárður og Aron njósna um hverir sje fyrir undir Ármannsfelli. Þorgils hjelt nl., að Hafliði mundi banna honum þingreið. Menn Þorgils, Bárður og Aron, skilja förunauta sína eptir, þar sem þeir sjá til þeirra, en ríða sjálfir að hitta flokkinn niðrá völlunum. Förunautar þessir koma síðan aptur til Þorgils og segja, að þeir Bárður hafi horfið sjer sýnum í vopnaðri mannþyrpingu og sjeu víst handteknir, en Kinnskjóna hafi þeir sjeð og gullrekið spjót, sem Þorgils gaf Böðvari, og muni hvorutveggja rænt frá honum. Tilgátur þeirra reynast rangar, því þetta eru vinir Þorgils en ekki Hafliði; en söguskáldið kemur hjer að hugrekki Þorgils, því hann vill ríða á þing samt, og í öðru lagi fær hann hreyft von og ótta í brjósti manns útaf ekki meiru en þetta er. Annað dæmi er Svínadalsfyrirsátin fyrir Kjartan, þegar Þorkell á Hafra- tindi sjer Kjartan ríða ofan dalinn og Úsvífurssyni sitja fyrir, og Þorkell vill ekki eyða góðri skemmtun með því að vara hann við. Hjer vinnur þessi búandkarl tvennt. Er sem vjer horfum með honum á þá Kjartan þar sem þeir ríða ofan í opinn dauðann og vita ekki af, og í öðru lagi er hann svo ólíkur Kjartani, að ágæti Kjartans' verður göfgara en ella, af því hann er sjónarvottur. Þessi lubbi öfundar Kjartan og hlakkar yfir að sjá stórmennin berast á banaspjótum. Slíkt ber allt vott um list söguskáldsins. Sturlungu telur höfundur snilldarverk mikið og þvkir honum Flugumýrar- brenna að sínu leyti jafnvel sögð og Njálsbrenna. Hann ber saman við Sturlu helzta sagnaritara Frakka, er var samtíða Sturlu, Joinville. Sturla hallar engu nje haggar í sögunni, þó hann eigi sjálfur í hlut, en Joinville er sjálfur alstaðar á vakki. En Sturla er síðastur af söguskáldunum og list þeirra liggur í dái, þangað til skáldsöguhöfundar, sem ekki vita af henni, fara að reyna að rita á líkan hátt. III. kafli þessa rits er um franskar sögur og kvæði, og sýnir höfundur, hve rnikil áhrif þau hafa haft á bókmenntir Evrópu. Það er ekki ofsagt, að þetta er í fyrsta sinn að sögum vorum er skipað á bekk með öðrum bókmenntum Evrópu, og ekki teknar útaf fyrir sig. Þær eru heldur ekki á úæðra bekknum. Höfundur sýnir, að þær standa fullkomlega jafn- fætis Eddukvæðunum og í rauninni meiri listaverk, þó þær sjeu ekki eins há- fleygar. Þær getur enginn tekið ffá oss íslendingum. Á höfundur miklar þakkir skildar af oss fyrir hve vel hann hefur sýnt ágæti þeirra og afstöðu við rit ann- ara landa. <;tefdnss0n. Islenzk hringsjá. ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS: FYRIRLESTRAR UM ÍSLAND. Dr. porvaldur Thóroddsen hefur síðast- liðinn vetur haldið tvo fróðlega íyrirlestra um ísland, annan (24. nóv.) hjer í Khöfn (í »Geografisk Selskab«) um jarðskjálftana á íslandi og var konungur þar viðstaddur meðal annara, en hinn (10. febr.) í landfræðisfjelaginu í Kristjaníu um

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.