Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Page 76

Eimreiðin - 01.09.1897, Page 76
236 mönnum, sem aldir eru upp í einhverjum afdal við alls konar skort og örbirgð, þeim er alls ekki láandi, þó kyrkingur hafi komizt í .þá og þeir sje þröngsýnir og smásálarlegir. Þeir eru bara brjóstumkennanlegir. Það er ofboð eðlilegt að Hkt fari fyrir þeim með óskir þeirra, eins og hinum fimm svínahirðum, sem töl- uðu um það sín á milli, hvað konungar ættu góða daga. »Ef jeg væri kóngur,« sagði hinn fyrsti, »þá skyldi soðið sem jeg drykki, vera feitt eins og smjör.” »Væri jeg kóngur,« sagði hinn næsti, »þá skyldi jeg gæta svínanna minna ríð- andi.« »Og jeg,« sagði hinn þriðji, skyldi ekki óska mjer annars, en að fá nýja skó á hverjum mánuði.« »Yrði jeg slíkur lánsmaður.« sagði hinn íjórði, »þá skyldi jeg aldrei jeta annað en hveitibrauð og síróp.« Þeir spurðu nú hinn fimmta, hvers hann óskaði sjer, en hann svaraði: »Jeg veit ekki, hvers jeg ætti að óska; það er nú ekkert eptir, því þið hafið tekið allt það bezta.« ' Þeirri þjóð, sem er svo smásálarleg í hugsunarhætti sínum, að hún getur gert sjer að góðu, að vera heilum öldum á eptir trændþjóðum sínum, henni er kannske, þegar á allt er litið, ekki láandi, — en hún er sannarlega brjóstum kennanleg. ÞjOÐAUÐUR. Þrjú ríkustu löndin í heiminum eru almennt talin Eng- land, Frakkland og Bandaríkin. Þjóðauður Englands (að Skotlandi og Irlandi meðtöldum) er talinn 185,000 miljónir króna, eða að meðaltali 5000 kr. á rnann (20,000 kr. á hver hjón með þremur börnum), Frakklands um 150,000 rnilj. króna eða um 4000 krónur á rnann, og Bandaríkjanna um 240,000 milj. króna, eða um 3800 kr. á rnann. — Þjóðauður Dana er talinn 7,200 milj. króna, eða 4150 kr. á mann, og eru þeir því, þegar tillit er tekið til manntjöldans, öllu ríkari en Frakkar. Á Þýzkalandi koma 2520 kr. á mann og í Noregi 2196 kr. — Hve mikið skyldi koma á mann á íslandi, þegar búið er að jafna niður á alla hreppsómagana? RAFMAGNSBÆ virðist mega kalla bæinn Los Angelos i Kalíforníu. Þar er náttúrlega rafljós og rafvagnar, en auk þess selur sporvagnsfjelagið þar raf- ntagn í stórum og smáum skömmtum um allan bæinn, og er það svo notað til næstum hvers sem vera skal: til þess að stimpla brjef á pósthúsinu, mala kaffi í búðunum, bursta stígvjel, hnoða brauðdeig, prenta, grafa letur o. s. írv. o. s. frv. — Hvenær skyldu Islendingar fara að hafa mannskap í sjer til að nota þau ógrynni af rafmagni, sem þeir eiga í fossunum sínum, og læra að gera sjer úr því gull? Enginn getur sagt, að kostnaðurinn við það sje svo mikill, að hann sje ekki kljúfandi. En mönnum þykir það kannske einhvernveginn hálfóviðkunn- anlegt, að vera ekki eins í því sem öðru svo sem heilli eða hálffi öld á eptir öðrum þjóðum. FRJETTAÞRÆÐIR. Mönnum telst svo til, að allir frjettaþræðir heimsins nái yfir rúma 1,710,000 kílómetra. Af þeim er meira en helmingur eða um 877,000 km. í Ameríku, 613,000 f Evrópu, 110,000 í Kína, 75,000 í Ástralíu og 35,000 Afríku. TALÞRÆÐIR. í Ameriku eru nú í Bandaríkjunum einum notaðir talþræðir, sem að samanlögðu eru um 640,000 km. að lengd og hafa kostað 287 milj. króna V. G.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.