Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 21

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 21
i8i hafði þó vit á að fara, áður en þær voru orðnar alt of leiðar á henni og svo tók hún þá næstu fyrir og aldrei þá sömu aftur, fyr en hún var orðin afleið aftur. Hún bjó með manni sínum í heldur lélegu koti þar í sveitinni. Pau bjuggu þar í tvíbýli á móti öðrum manni. En hún toldi varla nokkurntíma lengur heima en viku í senn. Pá þurfti hún á aðra bæi til að vera þar nóttina og aag um kyrt eða tvo daga eða viku — alt eftir því hvað húsfreyjurnar voru þolinmóðar. í veizlum og á mannamótum óð hún uppi eins og illhveli. Hún var sjálfsögð í allar brúðkaupsveizlur, því annars þyktist hún við og gerði ungu hjónunum alt til skapraunar, sem hún gat hugsað upp, og var jafnvel vís að orðskemma þau — hún var nú raunar vís til þess hvort sem var — og það var eins og flestir hefðu einshvern ónota beyg af henni, svo þeir vildu heldur vinna það til að styggja hana ekki, en eiga á hættu hvað hún gæti fundið upp á að gera. Raunar þóttu alstaðar heldur veizluspjöll að henni en hitt, því það voru ekki nema sumir, sem gátu felt sig við framkomu hennar. Hún heilsaði hverjum manni með kossi, og bar þá út fyrir stolt og gikkshátt, sem hikuðu við að verða ljúfmannlega við kveðjunni. Einna lakast varð þó presturinn úti og þó einkum kona hans, því Geirlaug hafði einhverja undarlega ástríðu til að kyssa þau bæði öðrum fremur, og hve innilega sem þeim bauð við því, var þó ekkert undanfæri; Geirlaug óð að þeim hvar sem hún hitti þau, þegar hún þurfti að svala löngun sinni til að kyssa þau. Hún var líka flestum öðrum fremur kirkjurækin. Hún var í því eins og fleiru, gagnólík systur sinni. Vel getur verið að hún hafi verið guðrækin; menn vita aldrei hverjir eru það. En svo mikið vissu menn, að hún hirti ekki um að leyna því. Aldrei hittust þær systur og aldrei sáust þær; leiðir þeirra lágu aldrei saman og þær spurðu aldrei hvor að annarri. Pessar systur áttu sér ofurlitla sögu. Hún skeði fyrir mörgum árum og var nú farin að fyrnast. Pað var þegar þær voru báðar í blóma lífsins og Jón Baldvinsson líka.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.