Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 23

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 23
i«3 Að endingu sagði húsmóðirin Sigurlaugu að hún skyldi leita til sín, ef henni lægi á, síðar meir. Hún hafði ekki grun um það, að svo undur-skamt mundi verða þess að bíða, eins og það varð. fað var ómögulegt annað að segja en búskapurinn byrjaði blomlega fyrir þessum hjónaleysum. Sigurlaug stundaði húsfreyju- stöðuna, eins og hún áður hafði stundað vinnukonustöðuna. Hún var sívinnandi á heimilinu, jafn-fálát og afskiftalítil um það, sem henni fanst hún ekki þurfa að skifta sér af, og kom sér vel bæði við heimilisfólk sitt og mótbýlisfólkið. Pað féll líka vel á með þeim Jóni og henni og varð ekki annað séð en að þau ynnust hugástum. Og bændurnir í sveitinni voru farnir að gleðja sig yfir þeirri tilhugsun, að innan skamms bættist einn í hóp þeirra, sem heldur yrði veitandi en þurfandi og ef til vill síðar bæri með þeim sveitarbyrðina svo um munaði. Heldur veitandi en þurfandi. f*að var einmitt ólánið. Pess vegna leitaði Geirlaug systir Sigurlaugar á náðir þeirra. þegar hún gekk í burtu úr vistinni, sem hún var í, um mitt sumar. Hún áléit það sjálfsagða skyldu systur sinnar að veita sér viðtöku undir þessum kringumstæðum, úr því hún átti húsum að ráða og var »fremur veitandi en þurfandi.« Og Sigurlaug leit svo á, að hún gæti ekki skorast undan því, að minsta um einhvern ofurlítinn tíma, einmitt af sömu ástæðum. Og svo veitti hún systur sinni viðtöku. Petta var snemma á slættinum, skömmu áður en þau Sigur- laug og Jón ætluðu að fara að láta lýsa. þau ætluðu að gifta sig, þegar honum væri lokið, og halda myndarlega veizlu. Geirlaug var ekki búin að vera lengi á heimilinu, þegar hún fór að gera sig nokkuð heimaríka. Mönnum hættir svo við að verða það í húsum vina eða vandamanna. Einkum hættir þeim, sem ekkert eiga og engu ráða, við því, að líta á sjálfa sig sem eigendur og ráðendur alls, sem vandamenn þeirra eiga. það er vottur um óvanalega greind og stillingu, ef þetta er öðruvísi. Geirlaug heimtaði alt af systur sinni, sem hún gat úti látið. Mannsefnið hennar mælti það líka upp í henni. í fyrstunni hefir hann eflaust gert það af rausnarsemi við systur kærustunnar sinnar. Sigurlaug leit nú strax frá byrjun öðruvísi á þá rausn, en með

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.